Fleiri fréttir Hannes skilar inn greinargerð Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, hefur skilað Héraðsdómi Reykjavíkur greinargerð til að fá því hnekkt að hann þurfi að greiða Jóni Ólafssyni, athafnamanni, bætur vegna meiðyrðadóms í Englandi. 25.11.2005 14:27 Íhuga nýtt framboð í Eyjum Nýtt framboð gæti bæst í flóruna í Vestmannaeyjum fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Fréttavefurinn Eyjar.net greinir frá því að um tíu manns hafi komið saman til fundar í gær til að ræða framtíðarsýn Vestmannaeyja og hugsanlegt framboð við næstu bæjarstjórnarkosningar. 25.11.2005 14:20 Allar tillögur meirihlutans samþykktar Þingmenn samþykktu allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp næsta árs á þingfundi í dag en öllum tillögum stjórnarandstöðunnar var hafnað. Eins og fjárlagafrumvarpið lítur út núna verður nær tuttugu milljarða króna afgangur á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. 25.11.2005 13:19 Vilja aðgerðir vegna olíusamráðs Árni Mathiesen fjármálaráðherra var borinn þungum sökum við upphaf þingfundar í dag þegar hver stjórnarandstæðingurinn á fætur öðrum fór í ræðustól og gagnrýndi hann fyrir að vera ekki búinn að taka ákvörðun um málshöfðun á hendur olíufélögunum fyrir samráð þeirra. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðuna. 25.11.2005 12:04 Utanríkisráðherra lofar auknum fjárveitingum Heilsa kvenna, heilsa mannkyns. Stöðvum ofbeldið er yfirskrift alþjóðlegs sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst í morgun. Átakið fór vel af stað því Geir H. Haarde, utanríkisráðherra ávarpaði morgunfund skipuleggjenda átaksins og lofaði auknum fjármunum til Unifem. 25.11.2005 11:47 Lægri skilnaðartíðni hjá hátt launuðum Uppskriftin að góðu hjónabandi virðist liggja í launaumslaginu í Danaveldi. Nýlegar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að skilnaðartíðni er lægst hjá þeim hæst launuðu. En einnig aukast líkurnar á skilnaði búi fólk annað hvort í Kaupmannahöfn eða Fredriksberg. Danska hjónabandstölfræðin sýnir að áhættan á skilnaði er mest á fimmta ári hjónabandsins. Einnig kemur fram að hjónabönd fólks sem vinnur í veitingageiranum hafa stystan líftíma. 25.11.2005 09:00 Samkeppniseftirlitið skoði lyfjamarkaðinn Það að tvö fyrirtæki stjórni 85% prósentum af smásölumarkaði lyfja og vísbendingar hafa komið fram um ólögmæta skiptingu á markaðnum gefur ástæðu til að hvetja Samkeppniseftirlitið til að hefja skoðun á þessu segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni. 25.11.2005 08:30 Segir 50 milljónum kastað á glæ "Önnur eins vitleysa hefur ekki verið viðhöfð held ég frá því að Bakkabræður reyndu að bera ljósið inn í baðstofuna í trogi," segir Snæbjörn Árnason, rækjusjómaður á Bíldudal, um verkefni Hafrannsóknarstofnunar í Arnarfirði. 25.11.2005 08:15 Gagnrýnir Valgerði fyrir aðgerðaleysi Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknar, gagnrýnir Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum Byggðastofnunar. Hann segir að ljóst hafi verið um síðustu áramót að stofnunin kynni að þurfa að hætta lánveitingum á árinu vegna lakrar eiginfjárstöðu en að iðnaðarráðherra hafi ekkert gert. 25.11.2005 08:12 Fangar nota tímann vel Fangelsismálastofnun og ABC Barnahjálp hafa hrundið af stað tilraunaverkefni fyrir komandi jól sem felst í því að fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í fangelsinu á Akureyri pakka inn jólakortum. 25.11.2005 08:00 Lítt kristilegt hugarfar Þjóðkirkjunnar Það ber ekki vott um kristilegt hugarfar kirkjunnar manna að Þjóðkirkjan sé ekki reiðubúin að gefa saman samkynhneigð pör segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni. 25.11.2005 07:45 Veiðileyfi hækkar um 137 prósent Veiðileyfi á silungasvæðinu í Víðidalsá í Húnaþingi hækka nú um 137 prósent á milli ára. Á þessu ári greiddu silungsveiðimenn 10.500 krónur fyrir daginn en koma til með að þurfa að greiða 24.900 fyrir veiðidaginn næsta sumar. 25.11.2005 07:15 Átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag Alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag. Þáttökulönd eru eitt hundrað og þrjátíu með um sautjánhundruð félagasamtökum innan sinna vébanda. Á þriðja tug íslenskra samtaka og stofnana standa að átakinu sem stendur til tíunda desember. Unifem á Íslandi og Kvennaathvarfið hafa forgöngu um verkefnið í ár. Dagskráin er með margvíslegu sniði og samanstendur af fundahöldum, sýningum og ýmis konar uppákomum. Yfirskrift átaksins í ár er Heilsa kvenna, heilsa mannkyns. Stöðvum ofbeldið. 25.11.2005 07:10 Lánsöm að vera á lífi Maður var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir árás á fyrrverandi sambýliskonu með felgulykli. Hún var hætt komin. Börn þeirra voru á staðnum. 25.11.2005 07:00 Sjómenn hafa varað við ódýru erlendu vinnuafli Birgir Hólm Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur kallar eftir öflugri kjarabaráttu og gagnrýnir Alþýðusambandið. Fyrir rúmum áratug vöruðu forsvarsmenn sjómanna við ásókn í ódýrt erlent vinnuafl. 25.11.2005 07:00 Smábátasjómenn án samninga "Það eru dæmi um útgerðir sem gera út sex til átta smábáta. Mér er sagt að Samherji sé kominn með tvo smábáta. Þetta er orðinn útvegur," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Hann telur það afar áríðandi að gerðir séu kjarasamningar við áhafnir á smábátum. 25.11.2005 06:45 Fékk ekki mótframboð Ekkert mótframboð kom á móti Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur, og verður hann því sjálfkjörinn formaður félagsins áfram. Framboðsfrestur rann út síðasta mánudag. 25.11.2005 06:15 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborg undirrita kjarasamning Kjarasamningar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar voru undirritaðir í húsi ríkissáttasemjara um kvöldmatarleitið í gær. Hjúkrunarfræðingarnir, sem flestir starfa á hjúkrunarheimilunum Droplaugarstöðum og Seljahlíð, höfðu áður fellt kjarasamning sem gerður var í september síðastliðnum. 25.11.2005 06:00 Skipafélag í burðarliðnum fyrir norðan Nýtt íslenskt skipafélag er í burðarliðnum og hyggur félagið á fraktflutninga á milli Eyjafjarðar og meginlands Evrópu. Eigendur skipafélagsins verða bæði innlendir og erlendir en höfuðstöðvar þess verða á Akureyri. 24.11.2005 22:32 Kröfðust frestunar vegna fjarveru ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að umræðum um fjárlagafrumvarpið yrði frestað í dag þar sem þrír ráðherrar voru erlendis og tveir fjarverandi af öðrum orsökum. Sérstaka reiði vakti að menntamálaráðherra væri í Senegal. 24.11.2005 22:19 Sjúkraliðar bíða endurnýjun kjarasamninga Alls bíða 180 sjúkraliðar í Sjúkraliðafélagi Íslands sem endurnýjun samnings við Launanefnd sveitafélagana. Mikil óánægja er sögð vera meðal félagsmanna enda rann kjarasamningur þeirra út 1. júní. 24.11.2005 21:58 Skotlandsbanki dregur í land varðandi KB banka KB banki þarf fyrst og fremst að bæta upplýsingagjöf sína, segir yfirgreinir Skotlandsbanka. Mjög hefur verið dregið í land í nýrri greiningu skoska bankans á KB. Stjórnarformaður KB segir vinnubrögð Skotanna fyrir neðan allar hellur, en hefur þó engar áhyggjur. 24.11.2005 21:46 Skulda hverjum opinberum starfsmanni 2 milljónir Hver einasti maður á almennum vinnumarkaði skuldar hverjum opinberum starfsmanni tvær milljónir króna í lífeyrisgreiðslur. Þetta er sú fjárhæð sem ríkið þarf að ná af almenningi með sköttum til að standa undir tvö hundruð milljarða króna lífeyrisskuldbindingu, sem engin innistæða er fyrir. 24.11.2005 21:31 Stjórnvöld verða að rannsaka ferðir CIA-flugvéla Íslensk stjórnvöld verða að rannsaka ferðir CIA-flugvéla um íslenska flugvelli og lofthelgi eftir að Evrópuráðið krafðist svara um ferðir vélanna í Evrópu. Svara þarf innan þriggja mánaða. 24.11.2005 21:04 Íbúðalánasjóður óskar eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda Íbúðalánasjóður hefur skrifað félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra og óskað eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda við frétt í kvöldfréttum NFS í gær. Þar var haft eftir Lánasýslu ríkisins að ekki væri hægt að mæla með ríkisábyrgð á lántökum sjóðsins upp á áttatíu og átta milljarða króna, eins og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, nema ráðist verði í úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins, eins og samkomulag ráðherra fjármála og félagsmála kvað á um í júní. 24.11.2005 19:24 Sigurður Tómas kærir úrskurð Héraðsdóms Settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hann sé ekki bær um að fjalla um ákæruliðina átta sem enn eru fyrir dómi í héraði. Sigurður krefst þess einnig að Hæstiréttur taki afstöðu til þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að setja hann í að fjalla um ákærurnar. 24.11.2005 18:12 Dæmdur fyrir að hafa erlenda dansara í vinnu hjá sér án tilskilinna leyfa Eigandi veitingastaðarins Bóhems í Reykjavík var dæmdur til að greiða sekt upp á 180 þúsund krónur í Héraðsdómi í dag, ella sæta tveggja vikna fangelsi, fyrir að hafa þrjá erlenda dansara í vinnu hjá sér, án þess að fyrir lægju tilskilin atvinnuleyfi. Þá hafði hann heldur ekki tilkynnt Útlendingastofnun um að hann hefði konurnar í vinnu hjá sér 24.11.2005 17:13 Markar upphaf að starfsemi Íslandsbanka á norska verðbréfamarkaðinum Íslandsbanki hefur keypt alla hluti í norska verðbréfafyrirtækinu Norse Securities ASA. Kaupverð er ekki gefið upp. Fram kemur í fréttatilkynningu að kaupin marki upphaf að starfsemi Íslandsbanka á norska verðbréfamarkaðinum en það hefur verið yfirlýst markmið bankans að fara inn á markaðinn frá því hann keypti Kredittbanken árið 2004 og BN-bank í fyrra. 24.11.2005 17:08 Stór hluti fiskjar sleppur eða kremst undir botntroll Stór hluti fiskjar sleppur fram hjá botntrolli eða kremst undir því samkvæmt niðurstöðum í rannsókn sem unnin var við hafrannsóknunarstofnunina í Bergen í Noregi. Ekki hefur verið lagt mat á umfang skaðans en líkur eru á að hann sé verulegur miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. 24.11.2005 16:04 Undirrituðu 1.350 milljóna króna samning Fulltrúar Orkuveitunnar undirrituðu í dag samninga við Toshiba og Balcke Dürr um kaup á lágþrýstihverfli, kæliturna og eim-svala fyrir Hellisheiðarvirkjun. 24.11.2005 15:15 Ellefu manna fjármálanefnd hefur verið skipuð Forsætisráðherra hefur skipað ellefu manna nefnd til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum næsta vor. 24.11.2005 15:06 Ljósmyndarar semja við ráðuneyti vegna vegabréfa Ljósmyndarafélag Íslands hefur náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið um að fá áfram að taka myndir fyrir vegabréf, en til stóð að flytja slíka myndatöku alfarið til sýslumannsembættanna. Leyfi ljósmyndaranna er þó háð nokkrum skilyrðum um öryggi myndanna. 24.11.2005 15:04 Hálka og slæmt ferðaveður víða um land Óveður og slæmt ferðaveður er nú víða á fjallvegum á norðaustur- og Austurlandi. Þá er einnig óveður í Hvalnes- og Þvottárskriðum. Hálkublettir eru á Hellisheiði og hálka er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku. Hálka er einnig víða á Vestfjörðum og á Norðurlandi. 24.11.2005 14:59 Laskar starfsemi vikum saman Hreinsunarbúnaður skemmdist mikið þegar eldur kom upp í Malbikunarstöð Suðurnesja um um hádegisbilið í dag. Eldurinn kviknaði í risastórri ryksugu í hreinsibúnaðinum sem sogar ryk úr því efni sem verið er að þurrka og skilur koltvísýring frá útblæstri áður en honum er hleypt út í andrúmsloftið. 24.11.2005 14:58 Annar drengjanna sem brenndist illa enn haldið sofandi Annar drengjanna sem brenndist illa þegar eldfimur vökvi skvettist yfir þá í Grafarvogi á sunnudagskvöldið liggur enn á gjörgæslu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Honum er haldið sofandi en ástand hans er stöðugt. Hinn drengurinn brenndist minna og hefur hann verið fluttur á Barnadeild Hringsins. 24.11.2005 14:49 Útgáfan líklega yfir 200 milljarða Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum fer væntanlega yfir tvöhundruð milljarða króna markið snemma á næsta ári, segir í Morgunkornum Greiningardeildar Íslandbanka. Þýska ríkið gaf út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir þrjá milljarða króna í morgun. 24.11.2005 13:30 Sýslumenn fluttir til í embætti Sýslumennirnir í Búðardal og á Hólmavík verða fluttir til í embætti um áramót samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, verður flutt í embætti sýslumannsins í Vík og Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður á Hólmavík, fer í embætti sýslumannsins í Búðardal. 24.11.2005 13:17 Jón og Guðrún algengust Jón og Guðrún eru sem fyrr algengustu nöfn landsmanna. 3,8 prósent karla hétu Jón 1. desember síðastliðinn og 3,6 prósent kvenna Guðrún samkvæmt tölum Hagstofunnar. Jón, Aron og Daníel eru algengustu nöfn sem piltum hafa verið gefin síðustu fjögur árin og Anna, Sara og Katrín algengustu nöfn stúlkna. 24.11.2005 13:15 Farmenn vilja frekar fastlaunakerfi Yfirmenn á fiskiskipum eru orðnir svo óánægðir með kaup og kjör að allt að sjötíu prósent þeirra vilja hrófla við hlutaskiptakerfinu. Þeir neituðu því harðlega í síðustu samningum en á tímum hækkandi gengis krónunnar kjósa þeir greinilega að fá föst mánaðarlaun. 24.11.2005 12:30 Bitnar á verði hinna bankanna Verðgildi á bréfum í Íslandsbanka og Landsbankanum hafa lækkað í verði á erlendum mörkuðum vegna neikvæðrar umræðu um KB banka ytra. Gagnrýni á KB banka er látin ganga yfir allt íslenska efnahagskerfið. 24.11.2005 12:05 Jólaþorpið opnað á laugardag Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði opnar klukkan tólf á laugardag en þar hefur verið komið fyrir tuttugu litlum jólahúsum. Tveimur tímum síðar verður svo kveikt á jolatrénu frá vinabæ Hafnarfjarðar Frederiksberg. 24.11.2005 11:00 Sjúkraliðar kjósa um verkfall Sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum munu greiða atkvæði um hvort hefja eigi verkfall til að knýja á um nýjan kjarasamning. Fyrri samningur rann út fyrir tæpu ári og hefur ekki enn samist. Fyrst var beðið eftir að gengið yrði frá samningi við ríkið en því lauk júní. 24.11.2005 10:38 Nýtt varðskip væntanlega á árinu 2008 Tilboða verður leitað í nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna eftir áramót, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, en yngsta varðskipið sem nú er í notkun, er komið á fertugsaldur. Nokkrar skipasmíðastöðvar á Evrópska efnahagssvæðinu fá að bjóða í verkið, að uppfylltum vissum skilyrðum og gangi allt eftir, ætti skipið að komast í þjónustu Gæslunnar árið 2008. 24.11.2005 09:30 ÖBÍ segir vinnureglur Tryggingastofnunar stangast á við lög Forystumenn Öryrkjabandalagsins hyggjast leita á náðir dómsstóla varðandi skerðingu bóta um áttatíu öryrkja hætti Tryggingastofnun ekki við aðgerðir sínar. Þeir segja nýjar vinnureglur stofnunarinnar stangast á við lög. Engin ástæða sé til þess að grípa til jafn harkalegra innheimtuaðgerða og nú er beitt gagnvart fársjúku fólki. 24.11.2005 09:30 Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum nemur 10% af landsframleiðslu Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum nemur nú 10% af landsframleiðslu. Deutsche Bank gaf í vikunni út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um einn milljarð króna en nokkurt hlé hafði verið á útgáfunni. Á seinni hluta næsta árs koma um fjörtíu milljarðar króna til greiðslu. 24.11.2005 09:15 Sjá næstu 50 fréttir
Hannes skilar inn greinargerð Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, hefur skilað Héraðsdómi Reykjavíkur greinargerð til að fá því hnekkt að hann þurfi að greiða Jóni Ólafssyni, athafnamanni, bætur vegna meiðyrðadóms í Englandi. 25.11.2005 14:27
Íhuga nýtt framboð í Eyjum Nýtt framboð gæti bæst í flóruna í Vestmannaeyjum fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Fréttavefurinn Eyjar.net greinir frá því að um tíu manns hafi komið saman til fundar í gær til að ræða framtíðarsýn Vestmannaeyja og hugsanlegt framboð við næstu bæjarstjórnarkosningar. 25.11.2005 14:20
Allar tillögur meirihlutans samþykktar Þingmenn samþykktu allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp næsta árs á þingfundi í dag en öllum tillögum stjórnarandstöðunnar var hafnað. Eins og fjárlagafrumvarpið lítur út núna verður nær tuttugu milljarða króna afgangur á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. 25.11.2005 13:19
Vilja aðgerðir vegna olíusamráðs Árni Mathiesen fjármálaráðherra var borinn þungum sökum við upphaf þingfundar í dag þegar hver stjórnarandstæðingurinn á fætur öðrum fór í ræðustól og gagnrýndi hann fyrir að vera ekki búinn að taka ákvörðun um málshöfðun á hendur olíufélögunum fyrir samráð þeirra. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðuna. 25.11.2005 12:04
Utanríkisráðherra lofar auknum fjárveitingum Heilsa kvenna, heilsa mannkyns. Stöðvum ofbeldið er yfirskrift alþjóðlegs sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst í morgun. Átakið fór vel af stað því Geir H. Haarde, utanríkisráðherra ávarpaði morgunfund skipuleggjenda átaksins og lofaði auknum fjármunum til Unifem. 25.11.2005 11:47
Lægri skilnaðartíðni hjá hátt launuðum Uppskriftin að góðu hjónabandi virðist liggja í launaumslaginu í Danaveldi. Nýlegar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að skilnaðartíðni er lægst hjá þeim hæst launuðu. En einnig aukast líkurnar á skilnaði búi fólk annað hvort í Kaupmannahöfn eða Fredriksberg. Danska hjónabandstölfræðin sýnir að áhættan á skilnaði er mest á fimmta ári hjónabandsins. Einnig kemur fram að hjónabönd fólks sem vinnur í veitingageiranum hafa stystan líftíma. 25.11.2005 09:00
Samkeppniseftirlitið skoði lyfjamarkaðinn Það að tvö fyrirtæki stjórni 85% prósentum af smásölumarkaði lyfja og vísbendingar hafa komið fram um ólögmæta skiptingu á markaðnum gefur ástæðu til að hvetja Samkeppniseftirlitið til að hefja skoðun á þessu segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni. 25.11.2005 08:30
Segir 50 milljónum kastað á glæ "Önnur eins vitleysa hefur ekki verið viðhöfð held ég frá því að Bakkabræður reyndu að bera ljósið inn í baðstofuna í trogi," segir Snæbjörn Árnason, rækjusjómaður á Bíldudal, um verkefni Hafrannsóknarstofnunar í Arnarfirði. 25.11.2005 08:15
Gagnrýnir Valgerði fyrir aðgerðaleysi Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknar, gagnrýnir Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum Byggðastofnunar. Hann segir að ljóst hafi verið um síðustu áramót að stofnunin kynni að þurfa að hætta lánveitingum á árinu vegna lakrar eiginfjárstöðu en að iðnaðarráðherra hafi ekkert gert. 25.11.2005 08:12
Fangar nota tímann vel Fangelsismálastofnun og ABC Barnahjálp hafa hrundið af stað tilraunaverkefni fyrir komandi jól sem felst í því að fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í fangelsinu á Akureyri pakka inn jólakortum. 25.11.2005 08:00
Lítt kristilegt hugarfar Þjóðkirkjunnar Það ber ekki vott um kristilegt hugarfar kirkjunnar manna að Þjóðkirkjan sé ekki reiðubúin að gefa saman samkynhneigð pör segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni. 25.11.2005 07:45
Veiðileyfi hækkar um 137 prósent Veiðileyfi á silungasvæðinu í Víðidalsá í Húnaþingi hækka nú um 137 prósent á milli ára. Á þessu ári greiddu silungsveiðimenn 10.500 krónur fyrir daginn en koma til með að þurfa að greiða 24.900 fyrir veiðidaginn næsta sumar. 25.11.2005 07:15
Átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag Alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag. Þáttökulönd eru eitt hundrað og þrjátíu með um sautjánhundruð félagasamtökum innan sinna vébanda. Á þriðja tug íslenskra samtaka og stofnana standa að átakinu sem stendur til tíunda desember. Unifem á Íslandi og Kvennaathvarfið hafa forgöngu um verkefnið í ár. Dagskráin er með margvíslegu sniði og samanstendur af fundahöldum, sýningum og ýmis konar uppákomum. Yfirskrift átaksins í ár er Heilsa kvenna, heilsa mannkyns. Stöðvum ofbeldið. 25.11.2005 07:10
Lánsöm að vera á lífi Maður var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir árás á fyrrverandi sambýliskonu með felgulykli. Hún var hætt komin. Börn þeirra voru á staðnum. 25.11.2005 07:00
Sjómenn hafa varað við ódýru erlendu vinnuafli Birgir Hólm Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur kallar eftir öflugri kjarabaráttu og gagnrýnir Alþýðusambandið. Fyrir rúmum áratug vöruðu forsvarsmenn sjómanna við ásókn í ódýrt erlent vinnuafl. 25.11.2005 07:00
Smábátasjómenn án samninga "Það eru dæmi um útgerðir sem gera út sex til átta smábáta. Mér er sagt að Samherji sé kominn með tvo smábáta. Þetta er orðinn útvegur," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Hann telur það afar áríðandi að gerðir séu kjarasamningar við áhafnir á smábátum. 25.11.2005 06:45
Fékk ekki mótframboð Ekkert mótframboð kom á móti Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur, og verður hann því sjálfkjörinn formaður félagsins áfram. Framboðsfrestur rann út síðasta mánudag. 25.11.2005 06:15
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborg undirrita kjarasamning Kjarasamningar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar voru undirritaðir í húsi ríkissáttasemjara um kvöldmatarleitið í gær. Hjúkrunarfræðingarnir, sem flestir starfa á hjúkrunarheimilunum Droplaugarstöðum og Seljahlíð, höfðu áður fellt kjarasamning sem gerður var í september síðastliðnum. 25.11.2005 06:00
Skipafélag í burðarliðnum fyrir norðan Nýtt íslenskt skipafélag er í burðarliðnum og hyggur félagið á fraktflutninga á milli Eyjafjarðar og meginlands Evrópu. Eigendur skipafélagsins verða bæði innlendir og erlendir en höfuðstöðvar þess verða á Akureyri. 24.11.2005 22:32
Kröfðust frestunar vegna fjarveru ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að umræðum um fjárlagafrumvarpið yrði frestað í dag þar sem þrír ráðherrar voru erlendis og tveir fjarverandi af öðrum orsökum. Sérstaka reiði vakti að menntamálaráðherra væri í Senegal. 24.11.2005 22:19
Sjúkraliðar bíða endurnýjun kjarasamninga Alls bíða 180 sjúkraliðar í Sjúkraliðafélagi Íslands sem endurnýjun samnings við Launanefnd sveitafélagana. Mikil óánægja er sögð vera meðal félagsmanna enda rann kjarasamningur þeirra út 1. júní. 24.11.2005 21:58
Skotlandsbanki dregur í land varðandi KB banka KB banki þarf fyrst og fremst að bæta upplýsingagjöf sína, segir yfirgreinir Skotlandsbanka. Mjög hefur verið dregið í land í nýrri greiningu skoska bankans á KB. Stjórnarformaður KB segir vinnubrögð Skotanna fyrir neðan allar hellur, en hefur þó engar áhyggjur. 24.11.2005 21:46
Skulda hverjum opinberum starfsmanni 2 milljónir Hver einasti maður á almennum vinnumarkaði skuldar hverjum opinberum starfsmanni tvær milljónir króna í lífeyrisgreiðslur. Þetta er sú fjárhæð sem ríkið þarf að ná af almenningi með sköttum til að standa undir tvö hundruð milljarða króna lífeyrisskuldbindingu, sem engin innistæða er fyrir. 24.11.2005 21:31
Stjórnvöld verða að rannsaka ferðir CIA-flugvéla Íslensk stjórnvöld verða að rannsaka ferðir CIA-flugvéla um íslenska flugvelli og lofthelgi eftir að Evrópuráðið krafðist svara um ferðir vélanna í Evrópu. Svara þarf innan þriggja mánaða. 24.11.2005 21:04
Íbúðalánasjóður óskar eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda Íbúðalánasjóður hefur skrifað félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra og óskað eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda við frétt í kvöldfréttum NFS í gær. Þar var haft eftir Lánasýslu ríkisins að ekki væri hægt að mæla með ríkisábyrgð á lántökum sjóðsins upp á áttatíu og átta milljarða króna, eins og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, nema ráðist verði í úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins, eins og samkomulag ráðherra fjármála og félagsmála kvað á um í júní. 24.11.2005 19:24
Sigurður Tómas kærir úrskurð Héraðsdóms Settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hann sé ekki bær um að fjalla um ákæruliðina átta sem enn eru fyrir dómi í héraði. Sigurður krefst þess einnig að Hæstiréttur taki afstöðu til þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að setja hann í að fjalla um ákærurnar. 24.11.2005 18:12
Dæmdur fyrir að hafa erlenda dansara í vinnu hjá sér án tilskilinna leyfa Eigandi veitingastaðarins Bóhems í Reykjavík var dæmdur til að greiða sekt upp á 180 þúsund krónur í Héraðsdómi í dag, ella sæta tveggja vikna fangelsi, fyrir að hafa þrjá erlenda dansara í vinnu hjá sér, án þess að fyrir lægju tilskilin atvinnuleyfi. Þá hafði hann heldur ekki tilkynnt Útlendingastofnun um að hann hefði konurnar í vinnu hjá sér 24.11.2005 17:13
Markar upphaf að starfsemi Íslandsbanka á norska verðbréfamarkaðinum Íslandsbanki hefur keypt alla hluti í norska verðbréfafyrirtækinu Norse Securities ASA. Kaupverð er ekki gefið upp. Fram kemur í fréttatilkynningu að kaupin marki upphaf að starfsemi Íslandsbanka á norska verðbréfamarkaðinum en það hefur verið yfirlýst markmið bankans að fara inn á markaðinn frá því hann keypti Kredittbanken árið 2004 og BN-bank í fyrra. 24.11.2005 17:08
Stór hluti fiskjar sleppur eða kremst undir botntroll Stór hluti fiskjar sleppur fram hjá botntrolli eða kremst undir því samkvæmt niðurstöðum í rannsókn sem unnin var við hafrannsóknunarstofnunina í Bergen í Noregi. Ekki hefur verið lagt mat á umfang skaðans en líkur eru á að hann sé verulegur miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. 24.11.2005 16:04
Undirrituðu 1.350 milljóna króna samning Fulltrúar Orkuveitunnar undirrituðu í dag samninga við Toshiba og Balcke Dürr um kaup á lágþrýstihverfli, kæliturna og eim-svala fyrir Hellisheiðarvirkjun. 24.11.2005 15:15
Ellefu manna fjármálanefnd hefur verið skipuð Forsætisráðherra hefur skipað ellefu manna nefnd til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum næsta vor. 24.11.2005 15:06
Ljósmyndarar semja við ráðuneyti vegna vegabréfa Ljósmyndarafélag Íslands hefur náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið um að fá áfram að taka myndir fyrir vegabréf, en til stóð að flytja slíka myndatöku alfarið til sýslumannsembættanna. Leyfi ljósmyndaranna er þó háð nokkrum skilyrðum um öryggi myndanna. 24.11.2005 15:04
Hálka og slæmt ferðaveður víða um land Óveður og slæmt ferðaveður er nú víða á fjallvegum á norðaustur- og Austurlandi. Þá er einnig óveður í Hvalnes- og Þvottárskriðum. Hálkublettir eru á Hellisheiði og hálka er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku. Hálka er einnig víða á Vestfjörðum og á Norðurlandi. 24.11.2005 14:59
Laskar starfsemi vikum saman Hreinsunarbúnaður skemmdist mikið þegar eldur kom upp í Malbikunarstöð Suðurnesja um um hádegisbilið í dag. Eldurinn kviknaði í risastórri ryksugu í hreinsibúnaðinum sem sogar ryk úr því efni sem verið er að þurrka og skilur koltvísýring frá útblæstri áður en honum er hleypt út í andrúmsloftið. 24.11.2005 14:58
Annar drengjanna sem brenndist illa enn haldið sofandi Annar drengjanna sem brenndist illa þegar eldfimur vökvi skvettist yfir þá í Grafarvogi á sunnudagskvöldið liggur enn á gjörgæslu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Honum er haldið sofandi en ástand hans er stöðugt. Hinn drengurinn brenndist minna og hefur hann verið fluttur á Barnadeild Hringsins. 24.11.2005 14:49
Útgáfan líklega yfir 200 milljarða Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum fer væntanlega yfir tvöhundruð milljarða króna markið snemma á næsta ári, segir í Morgunkornum Greiningardeildar Íslandbanka. Þýska ríkið gaf út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir þrjá milljarða króna í morgun. 24.11.2005 13:30
Sýslumenn fluttir til í embætti Sýslumennirnir í Búðardal og á Hólmavík verða fluttir til í embætti um áramót samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, verður flutt í embætti sýslumannsins í Vík og Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður á Hólmavík, fer í embætti sýslumannsins í Búðardal. 24.11.2005 13:17
Jón og Guðrún algengust Jón og Guðrún eru sem fyrr algengustu nöfn landsmanna. 3,8 prósent karla hétu Jón 1. desember síðastliðinn og 3,6 prósent kvenna Guðrún samkvæmt tölum Hagstofunnar. Jón, Aron og Daníel eru algengustu nöfn sem piltum hafa verið gefin síðustu fjögur árin og Anna, Sara og Katrín algengustu nöfn stúlkna. 24.11.2005 13:15
Farmenn vilja frekar fastlaunakerfi Yfirmenn á fiskiskipum eru orðnir svo óánægðir með kaup og kjör að allt að sjötíu prósent þeirra vilja hrófla við hlutaskiptakerfinu. Þeir neituðu því harðlega í síðustu samningum en á tímum hækkandi gengis krónunnar kjósa þeir greinilega að fá föst mánaðarlaun. 24.11.2005 12:30
Bitnar á verði hinna bankanna Verðgildi á bréfum í Íslandsbanka og Landsbankanum hafa lækkað í verði á erlendum mörkuðum vegna neikvæðrar umræðu um KB banka ytra. Gagnrýni á KB banka er látin ganga yfir allt íslenska efnahagskerfið. 24.11.2005 12:05
Jólaþorpið opnað á laugardag Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði opnar klukkan tólf á laugardag en þar hefur verið komið fyrir tuttugu litlum jólahúsum. Tveimur tímum síðar verður svo kveikt á jolatrénu frá vinabæ Hafnarfjarðar Frederiksberg. 24.11.2005 11:00
Sjúkraliðar kjósa um verkfall Sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum munu greiða atkvæði um hvort hefja eigi verkfall til að knýja á um nýjan kjarasamning. Fyrri samningur rann út fyrir tæpu ári og hefur ekki enn samist. Fyrst var beðið eftir að gengið yrði frá samningi við ríkið en því lauk júní. 24.11.2005 10:38
Nýtt varðskip væntanlega á árinu 2008 Tilboða verður leitað í nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna eftir áramót, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, en yngsta varðskipið sem nú er í notkun, er komið á fertugsaldur. Nokkrar skipasmíðastöðvar á Evrópska efnahagssvæðinu fá að bjóða í verkið, að uppfylltum vissum skilyrðum og gangi allt eftir, ætti skipið að komast í þjónustu Gæslunnar árið 2008. 24.11.2005 09:30
ÖBÍ segir vinnureglur Tryggingastofnunar stangast á við lög Forystumenn Öryrkjabandalagsins hyggjast leita á náðir dómsstóla varðandi skerðingu bóta um áttatíu öryrkja hætti Tryggingastofnun ekki við aðgerðir sínar. Þeir segja nýjar vinnureglur stofnunarinnar stangast á við lög. Engin ástæða sé til þess að grípa til jafn harkalegra innheimtuaðgerða og nú er beitt gagnvart fársjúku fólki. 24.11.2005 09:30
Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum nemur 10% af landsframleiðslu Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum nemur nú 10% af landsframleiðslu. Deutsche Bank gaf í vikunni út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um einn milljarð króna en nokkurt hlé hafði verið á útgáfunni. Á seinni hluta næsta árs koma um fjörtíu milljarðar króna til greiðslu. 24.11.2005 09:15