Innlent

Stór hluti fiskjar sleppur eða kremst undir botntroll

Mynd/Vísir

Stór hluti fiskjar sleppur fram hjá botntrolli eða kremst undir því samkvæmt niðurstöðum í rannsókn sem unnin var við hafrannsóknunarstofnunina í Bergen í Noregi. Ekki hefur verið lagt mat á umfang skaðans en líkur eru á að hann sé verulegur miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. Rannsóknin er doktorsrannsókn sem unnin var af Ólafi Ingólfssyni við Hafrannsóknarstofnunina í Bergen í Noregi. Greint er frá niðurstöðum hennar á heimasíðu Interseefood.com. Niðurstöður benda til þess að þriðjungur þorsks, 24% ýsu og 10% ufsa fara undir botntrollið, kremjast, drepast eða jafnvel sleppa framhjá því. Rannsókn Ólafs sýnir að smár fiskur er í hættu og getur drepist undir veiðarfærum togskipa en í Noregi er leyfilegt að nota smáfiskaskiljur á svæðum þar sem hlutfall smáfiskjar er hátt. Við rannsóknina voru notaðar neðansjávarmyndavélar en myndirnar sýna hvernig fiskurinn leggst á botninn og fer undir trollið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×