Innlent

Utanríkisráðherra lofar auknum fjárveitingum

MYND/Vilhelm

Heilsa kvenna, heilsa mannkyns. Stöðvum ofbeldið er yfirskrift alþjóðlegs sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst í morgun. Átakið fór vel af stað því Geir H. Haarde, utanríkisráðherra ávarpaði morgunfund skipuleggjenda átaksins og lofaði auknum fjármunum til Unifem.

Geir lofaði ellefu komma sjö milljóna aukafjárveitingu til Unifem á þessu ári. Einnig ætlar hann að veita tuttugu milljónumm til samtakanna á næsta ári. Stór hluti fjárveitingarinnar fer í Ofbeldissjóð Saminuðu þjóðanna sem rennur til þróunarlandanna og ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi.

Löndin sem taka þátt í átakinu eru eitt hundrað og þrjátíu. En á þriðja tug íslenskra samtaka og stofnana standa að átakinu sem stendur til tíunda desember. Unifem á Íslandi og Kvennaathvarfið hafa forgöngu um verkefnið í ár. Átakið fór fram í fyrsta sinn fram hérlendis í fyrra og skipuleggjendur segja framtakið hafa skilað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×