Innlent

Jón og Guðrún algengust

Heilbrigðisráðherra heitir algengasta nafni íslenskra karlmanna, Jón. Nafn föður hans er hið áttunda algengasta.
Heilbrigðisráðherra heitir algengasta nafni íslenskra karlmanna, Jón. Nafn föður hans er hið áttunda algengasta.

Jón og Guðrún eru sem fyrr algengustu nöfn landsmanna. 3,8 prósent karla hétu Jón 1. desember síðastliðinn og 3,6 prósent kvenna Guðrún samkvæmt tölum Hagstofunnar. Jón, Aron og Daníel eru algengustu nöfn sem piltum hafa verið gefin síðustu fjögur árin og Anna, Sara og Katrín algengustu nöfn stúlkna.

Fimmtíu og sex prósent landsmanna heita tveimur nöfnum, það er þó aldursbundið því fjögur af hverjum fimm núll til fjögurra ára börnum heita tveimur nöfnum en aðeins tæpur fimmtungur þeirra sem eru áttatíu og fimm ára og eldri.

Algengustu karlmannanöfn

Jón

Sigurður

Guðmundur

Algengustu kvenmannsnöfn

Guðrún

Anna

Sigríður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×