Innlent

Sigurður Tómas kærir úrskurð Héraðsdóms

Settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hann sé ekki bær um að fjalla um ákæruliðina átta sem enn eru fyrir dómi í héraði. Sigurður krefst þess einnig að Hæstiréttur taki afstöðu til þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að setja hann í að fjalla um ákærurnar. Ákæruliðirnir átta sem um ræðir varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga.

Málsaðilar hafa sólarhring til þess að skila greinargerðum vegna málsins til Hæstaréttar. Búast má við að rétturinn skili niðurstöðu í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×