ÖBÍ segir vinnureglur Tryggingastofnunar stangast á við lög 24. nóvember 2005 09:30 MYND/Pjetur Forystumenn Öryrkjabandalagsins hyggjast leita á náðir dómsstóla varðandi skerðingu bóta um áttatíu öryrkja hætti Tryggingastofnun ekki við aðgerðir sínar. Þeir segja nýjar vinnureglur stofnunarinnar stangast á við lög. Enginn ástæða sé til þess að grípa til jafn harkalegra innheimtuaðgerða og nú er beitt gagnvart fársjúku fólki. Eftir hávær mótmæli Öryrkjabandalagsins við þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra og Tryggingastofnunar að greiða um áttatíu öryrkjum engar bætur í nóvember og desember sökum ofgreiðslna yfir árið var ákveðið að greiða öryrkjunum grunnlífeyri að upphæð 22 þúsund krónur fyrir hvorn mánuð. Þetta finnst forsvarsmönnum öryrkja ekki nóg þar sem venjan hafi verið að bætur séu ekki skertar meira en sem nemur 20 prósentum í hverjum mánuði þar til skuldin við Tryggingastofnun er að fullu greidd. Segja forsvarsmenn öryrkja að þótt grunnlífeyririnn verði greiddur sé enn verið að taka margfalt hærri upphæð af fólkinu en venjan er. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að þar sem meðalbætur öryrkja eru nærri 80 þúsund krónum sé skerðingin mun meiri en 20%. Því hefur Öryrkjabandalagið nú ákveðið að vísa ágreiningnum við Tryggingastofnun og ráðherra til úrkskurðarnefndar almannatrygginga til að fá úr því skorið hvort nýtt vinnulag Tryggingastofnunar stangist ekki á við lagagrein almannatrygginga, sem segir að ekki megi skerða bætur meira en tuttugu prósent. Segist Sigursteinn vonast eftir því að nefndin úrskurði í málinu í desember. Leggi hins vegar nefndin blessun sína yfir gjörning stjórnvalda í máli öryrkjanna verður farið lengra með málið og þá fyrir dómstóla. Það yrði þá í fimmta skiptið á jafn mörgum árum sem öryrkjar fara í mál við ríkið. Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Forystumenn Öryrkjabandalagsins hyggjast leita á náðir dómsstóla varðandi skerðingu bóta um áttatíu öryrkja hætti Tryggingastofnun ekki við aðgerðir sínar. Þeir segja nýjar vinnureglur stofnunarinnar stangast á við lög. Enginn ástæða sé til þess að grípa til jafn harkalegra innheimtuaðgerða og nú er beitt gagnvart fársjúku fólki. Eftir hávær mótmæli Öryrkjabandalagsins við þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra og Tryggingastofnunar að greiða um áttatíu öryrkjum engar bætur í nóvember og desember sökum ofgreiðslna yfir árið var ákveðið að greiða öryrkjunum grunnlífeyri að upphæð 22 þúsund krónur fyrir hvorn mánuð. Þetta finnst forsvarsmönnum öryrkja ekki nóg þar sem venjan hafi verið að bætur séu ekki skertar meira en sem nemur 20 prósentum í hverjum mánuði þar til skuldin við Tryggingastofnun er að fullu greidd. Segja forsvarsmenn öryrkja að þótt grunnlífeyririnn verði greiddur sé enn verið að taka margfalt hærri upphæð af fólkinu en venjan er. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að þar sem meðalbætur öryrkja eru nærri 80 þúsund krónum sé skerðingin mun meiri en 20%. Því hefur Öryrkjabandalagið nú ákveðið að vísa ágreiningnum við Tryggingastofnun og ráðherra til úrkskurðarnefndar almannatrygginga til að fá úr því skorið hvort nýtt vinnulag Tryggingastofnunar stangist ekki á við lagagrein almannatrygginga, sem segir að ekki megi skerða bætur meira en tuttugu prósent. Segist Sigursteinn vonast eftir því að nefndin úrskurði í málinu í desember. Leggi hins vegar nefndin blessun sína yfir gjörning stjórnvalda í máli öryrkjanna verður farið lengra með málið og þá fyrir dómstóla. Það yrði þá í fimmta skiptið á jafn mörgum árum sem öryrkjar fara í mál við ríkið.
Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira