Innlent

Fangar nota tímann vel

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg

Fangelsismálastofnun og ABC Barnahjálp hafa hrundið af stað tilraunaverkefni fyrir komandi jól sem felst í því að fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í fangelsinu á Akureyri pakka inn jólakortum.

Fangavörður í Hegningarhúsinu segir að fangarnir taki vel í verkefnið. Kortin verða til sölu um allt land og mun ágóðinn af sölunni renna til hjálparstarfs í þágu munaðarlausra barna í Úganda, Indlandi, Pakistan og Filippseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×