Innlent

Átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag

MYND/Fréttablaðið

Alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag. Þáttökulönd eru eitt hundrað og þrjátíu með um sautjánhundruð félagasamtökum innan sinna vébanda. Á þriðja tug íslenskra samtaka og stofnana standa að átakinu sem stendur til tíunda desember.

Unifem á Íslandi og Kvennaathvarfið hafa forgöngu um verkefnið í ár. Dagskráin er með margvíslegu sniði og samanstendur af fundahöldum, sýningum og ýmis konar uppákomum. Yfirskrift átaksins í ár er Heilsa kvenna, heilsa mannkyns. Stöðvum ofbeldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×