Innlent

Undirrituðu 1.350 milljóna króna samning

Fulltrúar Orkuveitunnar undirrituðu í dag samninga við Toshiba og Balcke Dürr um kaup á lágþrýstihverfli, kæliturna og eim-svala fyrir Hellisheiðarvirkjun.

Hverfillinn kostar 1.350 milljónir króna og framleiðir rafmagn undir lágum þrýstingi á gufu. Orkunýtingin í nýju virkjuninni verður því þriðjungi meiri en ella hefði verið. 350 manns vinna nú við virkjunarframkvæmdir á Hellisheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×