Skulda hverjum opinberum starfsmanni 2 milljónir 24. nóvember 2005 21:31 Hver einasti maður á almennum vinnumarkaði skuldar hverjum opinberum starfsmanni tvær milljónir króna í lífeyrisgreiðslur. Þetta er sú fjárhæð sem ríkið þarf að ná af almenningi með sköttum til að standa undir tvö hundruð milljarða króna lífeyrisskuldbindingu, sem engin innistæða er fyrir. Nýjar skuldbindingar sem hlaðast á Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna á hverju ári nema ógnvekjandi háum tölum. Þannig bættust við nýjar skuldbindingar á síðasta ári upp á 24 milljarða króna. Ríkisendurskoðun vekur sérstaka athygli á slæmri stöðu sjóðsins í endurskoðun ríkisreiknings fyrir síðasta ár. Áfallnar lífeyrisskuldbindingar í B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna námu um síðustu áramót 329 milljörðum króna. Eign á móti til greiðslu lífeyris nam hins vegar aðeins 135 milljörðum króna. Skuldbindingar umfram eignir námu 194 milljörðum króna. Þetta er það sem á myndi vanta ef sjóðnum hefði verið lokað um síðustu áramót. Skuldbindingar framreiknaðar miðað við að núverandi sjóðfélagar haldi áfram að ávinna sér réttindi til starfsloka nema hins vegar 234 milljörðum króna. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga er rekinn sjálfstætt og þar eru einnig hrikalegar tölur. Heildarskuldbinding umfram eignir framreiknuð nemur um 27 milljörðum króna. Pétur Blöndal alþingismaður segir þetta fara vaxandi því laun hækki hjá opinberum starfsmönnum þar sem svokölluð eftirmannsregla valdi skuldbindingunum. Pétur kveðst hafa bent á fyrir nokkrum árum að opinberir starfsmenn mætu ekki lífeyrisréttindi sín í samanburði við aðrar stéttir. Á sínum tíma hafi þeir gleymt svona hlunnindum og réttindum. Það er ljóst að hin mikla skuldbinding til að mæta lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna mun hvíla þungt á skattþegnum landsins í nánustu framtíð. Pétur segir þó að ef góðærið og góð hagstjórn haldi áfram verði unnt að ráða þokkalega við þetta, en það gæti orðið erfitt ef kreppa kæmi. Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Hver einasti maður á almennum vinnumarkaði skuldar hverjum opinberum starfsmanni tvær milljónir króna í lífeyrisgreiðslur. Þetta er sú fjárhæð sem ríkið þarf að ná af almenningi með sköttum til að standa undir tvö hundruð milljarða króna lífeyrisskuldbindingu, sem engin innistæða er fyrir. Nýjar skuldbindingar sem hlaðast á Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna á hverju ári nema ógnvekjandi háum tölum. Þannig bættust við nýjar skuldbindingar á síðasta ári upp á 24 milljarða króna. Ríkisendurskoðun vekur sérstaka athygli á slæmri stöðu sjóðsins í endurskoðun ríkisreiknings fyrir síðasta ár. Áfallnar lífeyrisskuldbindingar í B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna námu um síðustu áramót 329 milljörðum króna. Eign á móti til greiðslu lífeyris nam hins vegar aðeins 135 milljörðum króna. Skuldbindingar umfram eignir námu 194 milljörðum króna. Þetta er það sem á myndi vanta ef sjóðnum hefði verið lokað um síðustu áramót. Skuldbindingar framreiknaðar miðað við að núverandi sjóðfélagar haldi áfram að ávinna sér réttindi til starfsloka nema hins vegar 234 milljörðum króna. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga er rekinn sjálfstætt og þar eru einnig hrikalegar tölur. Heildarskuldbinding umfram eignir framreiknuð nemur um 27 milljörðum króna. Pétur Blöndal alþingismaður segir þetta fara vaxandi því laun hækki hjá opinberum starfsmönnum þar sem svokölluð eftirmannsregla valdi skuldbindingunum. Pétur kveðst hafa bent á fyrir nokkrum árum að opinberir starfsmenn mætu ekki lífeyrisréttindi sín í samanburði við aðrar stéttir. Á sínum tíma hafi þeir gleymt svona hlunnindum og réttindum. Það er ljóst að hin mikla skuldbinding til að mæta lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna mun hvíla þungt á skattþegnum landsins í nánustu framtíð. Pétur segir þó að ef góðærið og góð hagstjórn haldi áfram verði unnt að ráða þokkalega við þetta, en það gæti orðið erfitt ef kreppa kæmi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira