Sjómenn hafa varað við ódýru erlendu vinnuafli 25. nóvember 2005 07:00 Handteknir vegna Sólbaks. Fyrir miðri mynd er Birgir, en á leið inn í lögreglubíl er Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. Lengst til vinstri en Ólafur Ásgeirsson yfirlögregluþjónn á Akureyri, en að baki honum glittir í Jónas Garðarsson, formann Sjómannafélags Reykjavíkur. Verið er að handtaka forsvarsmenn sjómanna fyrir að hindra uppskipun úr Sólbaki í byrjun október í fyrra. "Líklega eru komin ein 10 til 15 ár síðan við vöruðum við því að ásókn í ódýrt erlent vinnuafl myndi færast upp í land," segir Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur, en félagið var í fararbroddi í baráttu við að fá íslenska kjarasamninga um borð í kaupskipum sem hér voru skráð. "Bíðið þið bara rólegir, þetta flæðir upp bryggjurnar, sögðum við, en það var bara hlegið að okkur. Við vorum alltaf að reyna að fá samstöðu hjá ASÍ og fleirum, en töluðum fyrir daufum eyrum." Meðal forsenda þess að kjarasamningum yrði ekki rift um síðustu mánaðamót var að lög yrðu sett um starfsmannaleigur, en málefni erlendra starfsmanna hafa um skeið verið til sérstakrar skoðunar hjá verkalýðsfélögunum. Birgir segir margt líkt með þeim málum sem sjómenn voru að fást við og starfsmannaleigunum sem verkalýðsfélög fást nú við. "Þetta voru náttúrulega erlend skip og þeir með láglaunasjómenn, allt niður í 50 dollara á mánuði og voru að rífa af okkur plássin. Síðustu 10 ár hafa fleiri hundruð íslenskir farmenn misst störf sín." Birgir, sem er gjaldkeri Sjómannafélagsins og Jónas Garðarsson formaður hafa verið í forystu þeirra sem "tekið hafa slaginn" um gildi íslenskra kjarasamninga hér og hjá íslenskum fyrirtækjum. "Það þarf að hreyfa aðeins við þessari ASÍ-mafíu, enda er þetta alveg handónýtt batterí," segir Birgir og kveður það skoðun sína að sjómenn ættu að slíta sambandi við Alþýðusambandið. "Við getum alveg staðið á eigin fótum, enda þýðir ekkert að hengja sig í álit einhverra lögfræðinga og hagfræðinga sem öllu ráða hjá ASÍ. Það er bara handaflið sem virkar. Við höfum langlengst komist á því hjá Sjómannasambandinu að stöðva bara skip og láta okkur í léttu rúmi liggja þótt við fáum á okkur her lögfræðinga sem kvarta yfir aðgerðunum. Við höfum líka haldið þó nokkru af okkar mönnum, enda vitað að við erum til í aðgerðir. Við vorum líka alveg tilbúnir að fara upp að Kárahnjúkum með rútu af 50 til 100 körlum og stoppa þetta bara. En menn vilja bara frekar sitja við kjaftaborðið." Birgir vildi þó árétta að ekki væru allir ónýtir til kjarabaráttu innan Alþýðusambandsins. "Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, hefur staðið eins og klettur við hliðina á okkur, ekki síst í baráttunni úti í Njarðvík þar sem við höfum stoppað nokkur skip." Innlent Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
"Líklega eru komin ein 10 til 15 ár síðan við vöruðum við því að ásókn í ódýrt erlent vinnuafl myndi færast upp í land," segir Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur, en félagið var í fararbroddi í baráttu við að fá íslenska kjarasamninga um borð í kaupskipum sem hér voru skráð. "Bíðið þið bara rólegir, þetta flæðir upp bryggjurnar, sögðum við, en það var bara hlegið að okkur. Við vorum alltaf að reyna að fá samstöðu hjá ASÍ og fleirum, en töluðum fyrir daufum eyrum." Meðal forsenda þess að kjarasamningum yrði ekki rift um síðustu mánaðamót var að lög yrðu sett um starfsmannaleigur, en málefni erlendra starfsmanna hafa um skeið verið til sérstakrar skoðunar hjá verkalýðsfélögunum. Birgir segir margt líkt með þeim málum sem sjómenn voru að fást við og starfsmannaleigunum sem verkalýðsfélög fást nú við. "Þetta voru náttúrulega erlend skip og þeir með láglaunasjómenn, allt niður í 50 dollara á mánuði og voru að rífa af okkur plássin. Síðustu 10 ár hafa fleiri hundruð íslenskir farmenn misst störf sín." Birgir, sem er gjaldkeri Sjómannafélagsins og Jónas Garðarsson formaður hafa verið í forystu þeirra sem "tekið hafa slaginn" um gildi íslenskra kjarasamninga hér og hjá íslenskum fyrirtækjum. "Það þarf að hreyfa aðeins við þessari ASÍ-mafíu, enda er þetta alveg handónýtt batterí," segir Birgir og kveður það skoðun sína að sjómenn ættu að slíta sambandi við Alþýðusambandið. "Við getum alveg staðið á eigin fótum, enda þýðir ekkert að hengja sig í álit einhverra lögfræðinga og hagfræðinga sem öllu ráða hjá ASÍ. Það er bara handaflið sem virkar. Við höfum langlengst komist á því hjá Sjómannasambandinu að stöðva bara skip og láta okkur í léttu rúmi liggja þótt við fáum á okkur her lögfræðinga sem kvarta yfir aðgerðunum. Við höfum líka haldið þó nokkru af okkar mönnum, enda vitað að við erum til í aðgerðir. Við vorum líka alveg tilbúnir að fara upp að Kárahnjúkum með rútu af 50 til 100 körlum og stoppa þetta bara. En menn vilja bara frekar sitja við kjaftaborðið." Birgir vildi þó árétta að ekki væru allir ónýtir til kjarabaráttu innan Alþýðusambandsins. "Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, hefur staðið eins og klettur við hliðina á okkur, ekki síst í baráttunni úti í Njarðvík þar sem við höfum stoppað nokkur skip."
Innlent Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira