Innlent

Laskar starfsemi vikum saman

Hreinsunarbúnaður skemmdist mikið þegar eldur kom upp í Malbikunarstöð Suðurnesja um um hádegisbilið í dag. Eldurinn kviknaði í risastórri ryksugu í hreinsibúnaðinum sem sogar ryk úr því efni sem verið er að þurrka og skilur koltvísýring frá útblæstri áður en honum er hleypt út í andrúmsloftið.

Starfsmenn voru ekki í hættu en ryksugan er ónýt og geta liðið vikur eða mánuðir áður en búnaðurinn kemst í gang á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×