Innlent

Lægri skilnaðartíðni hjá hátt launuðum

MYND/Stefán
Uppskriftin að góðu hjónabandi virðist liggja í launaumslaginu í Danaveldi. Nýlegar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að skilnaðartíðni er lægst hjá þeim hæst launuðu. En einnig aukast líkurnar á skilnaði búi fólk annað hvort í Kaupmannahöfn eða Fredriksberg. Danska hjónabandstölfræðin sýnir að áhættan á skilnaði er mest á fimmta ári hjónabandsins. Einnig kemur fram að hjónabönd fólks sem vinnur í veitingageiranum hafa stystan líftíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×