Innlent

Yfir 200 eldri borgarar funda

Hiti í fólki. Rúmlega 200 eldri borgarar mættu á almennan fund sem Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni efndu til í gær.
Hiti í fólki. Rúmlega 200 eldri borgarar mættu á almennan fund sem Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni efndu til í gær.

Fimm Alþingismenn sátu undir kraftmiklum ádeilum eldri borgara á afar fjölmennum fundi um kjara- og hagsmunamál eftirlaunaþega í Reykjavík gær.

"Þetta var góður fundur, það var fullt út að dyrum, fólk kom með mjög mikið af fyrirspurnum og deildi mikið á stjórnvöld fyrir háa skatta, skerðingar á lífeyri, lágar lífeyrisgreiðslur, slæman aðbúnað á heimilum aldraðra og svo framvegis," segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, en félagið og Landssamband eldri borgara efndu til fundarins. Alþingismennirnir Ásta Möller, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Guðjón Kristjánsson, Sæunn Stefánsdóttir og Ögmundur Jónasson mættu á fundinn og kom fátt á óvart í svörum þeirra við fyrirspurnum fundarmanna.

"Mér fannst þeir nú ekki gefa nein loforð beinlínis, en stjórnar­andstaðan taldi skatta vera allt of háa og skerðingar allt of miklar, og það þyrfti að bæta hag aldraðra almennt. Þeir sem sitja í stjórn reyndu auðvitað að bera í bætifláka fyrir sinn málstað, eins og gengur," segir Margrét.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×