Innlent

Sex mánaða fangelsi fyrir illa meðferð á líki

Bandaríkjamaður sem er í haldi dönsku lögreglunnar getur að hámarki verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að sundurbúta lík af dönskum leigubílstjóra.



Líkið fannst í miðborg Kaupmannahafnar um síðustu páska. Bandaríkjamaðurinn gaf sig sjálfur fram og hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í því að búta líkið í sundur en neitar að hafa framið morðið. Lögreglan hefur árangurslaust leitað súdansks karlmanns, sem maðurinn segir hafa ógnað sér og skipað sér að aðstoða við að búta líkið í sundur.

Lögregla getur ekki sannað að maðurinn hafi framið morðið og því verður hann ákærður fyrir ósæmilega meðferð á líki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×