Innlent

Ker vill kalla til matsmenn

Heimir Örn Herbertsson
Heimir Örn Herbertsson

Ker, eignarhaldsfélag Esso, hefur farið fram á að dóm­kvaddir verði matsmenn til að meta ávinning félagsins af ólöglegu samráði olíufélaganna. Mál félagsins á hendur Sam­kepp­nis­eftirlitinu var tekið fyrir í Héraðs­dómi Reykja­víkur í gær­morgun.

Málið höfðaði Ker til að fá felldar niður, eða lækk­að­ar, stjórnvalds­sekt­ir samkeppnisyfirvalda vegna samráðs olíufélaganna. Heimir Örn Herbertsson, lög­mað­ur Samkeppnis­eftir­lits­ins, lagði fram bókun þar sem fram kemur það álit að aðild­ar mats­manna gerist ekki þörf, enda sé það dómsins að skera úr um vinnubrögð Sam­keppnis­eftir­lits­ins. Dómkvaðningunni var þó ekki mótmælt sem slíkri og taldi Ásgeir Einarsson, lög­mað­ur Kers, að matið myndi fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×