Innlent

Eldri borgarar krefjast betri kjara

Eldri borgarar vilja betri kjör, stytta biðlista á hjúkrunarheimili og geta búið lengur heima. Þetta kom fram á fundi sem eldri borgarar héldu í dag þar sem meðal annars fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna voru krafðir um framtíðarsýn síns flokks í málefnum eldri borgara.

Góð mæting var á fundinn í dag enda voru þar rædd kjara- og hagsmunamál sem brenna á mörgum eldri borgurum.

Á fundinn mættu alþingismennirnir Ásta Möller, Guðjón A. Kristjánsson, Ögmundur Jónasson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir auk Sæunnar Stefánsdóttur aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra.

Ásgeir segir mikla brotalöm á lögunum og þá helst hversu margir komi að málum eldri borgara sem skapar um leið möguleika á því að framfylgja ekki reglum og lögum sem í gildi eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×