Innlent

Vikið frá hundabanni

Bestu vinir á leið niður í bæ.
Hundarnir sýndu af sér góða hegðun og prúðhundsku í hvívetna í blíðskaparveðrinu á Laugaveginum í gær. Eflaust vonast þeir eftir því að fá að sýna sig og sjá aðra þar oftar en einu sinni á ári í framtíðinni.
Bestu vinir á leið niður í bæ. Hundarnir sýndu af sér góða hegðun og prúðhundsku í hvívetna í blíðskaparveðrinu á Laugaveginum í gær. Eflaust vonast þeir eftir því að fá að sýna sig og sjá aðra þar oftar en einu sinni á ári í framtíðinni.

Hundar viðruðu mannfólkið sitt í gær þegar Hundaræktarfélag Íslands stóð fyrir árlegri gönguferð niður Laugaveginn. Hundar eru yfirleitt bannaðir á Laugaveginum en einu sinni á ári fá þeir undanþágu til að skoða jólaljósin.

Lagt var af stað frá Hlemmi og gengið eins og leið lá að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem Vöffluvagninn beið eftir göngugörpum og bauð upp á rjúkandi heitar vöfflur og kakó.

Um kvöldið fagnaði mannfólkið svo árangri hunda sinna í göngunni með veisluhöldum en þá voru hundarnir fjarri góðu gamni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×