Hugleiða flutning til útlanda 26. nóvember 2005 08:15 Hilmar Veigar Pétursson sem er framkvæmdastjóri CCP, framleiðanda EVE Online tölvuleiksins, segir fyrirtækið íhuga í fúlustu alvöru að flytja alla starfsemi sína úr landi. CCP er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins og eitt fárra sprotafyrirtækja sem náð hefur að fóta sig á erlendum mörkuðum. Hugbúnaðarfyrirtækið CCP hugleiðir að flytja alla starfsemi sína úr landi vegna erfiðra rekstraraðstæðna, sérstaklega hvað varðar sterka stöðu krónunnar. Í húfi eru 80 störf, 60 hjá CCP og 20 hjá Símanum, en CCP framleiðir tölvuleik að nafni EVE Online sem spilaður er á heimsvísu. Búist er við að velta fyrirtækisins á þessu ári nemi um milljarði króna, en hugbúnaðarútflutningur þess nemur fimmtungi af heildarútflutningi hugbúnaðar héðan. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hingað til ekki kvartað mikið yfir aðstæðum hér, en hafa orð á vangaveltum sínum í nýrri úttekt tímaritsins Tölvuheims. "Við fengum einu sinni 1.500 krónur fyrir hverja áskrift, en fáum 900 krónur núna," segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP og vísar þar til gengisþróunarinnar. Hann segir fyrirtækið ekki hafa sett sér ákveðin tímamörk um hvenær gefist verði upp á aðstæðum hér, en verið sé að reikna út muninn á rekstrarkostnaði hér miðað við það sem fyrirtækinu hefur verið boðið annars staðar. "Fyrirtækjum eins og okkar er víða gert hátt undir höfði, svo sem í Montreal í Kanada og á eynni Mön líka," segir Hilmar, en Mön hefur ítrekað haft samband við fyrirtækið með það í huga að lokka það úr landi. Ýmsar ívilnanir eru í boði, svo sem endurgreiðsla þróunarkostnaðar, afsláttur á aðstöðugjöldum og skattaívilnanir. "Reyndar eru flestir staðir betri en Ísland hvað þetta varðar, en hér er ekkert slíkt í boði." Hilmar vísar til þess að gjarnan séu höfð uppi stór orð um upplýsingasamfélagið og uppbyggingu hátækniiðnaðar hér á landi, en svo virðist lítið verða úr aðgerðum til að laða að, eða halda slíkri starfsemi í landi. "Hér hefur vissulega verið stutt við ýmsa atvinnustarfsemi, svo sem fiskiðnað og orkufrekan iðnað, en menn virðast ekki láta gerðir fylgja orðum hvað þetta varðar," segir hann og gantast með að fyrirtækið sé nýflutt af Klapparstíg í Reykjavík yfir á Grandagarð og því í góðri æfingu við að flytja. "Þeir flutningar tóku ekki nema fjóra daga." Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið CCP hugleiðir að flytja alla starfsemi sína úr landi vegna erfiðra rekstraraðstæðna, sérstaklega hvað varðar sterka stöðu krónunnar. Í húfi eru 80 störf, 60 hjá CCP og 20 hjá Símanum, en CCP framleiðir tölvuleik að nafni EVE Online sem spilaður er á heimsvísu. Búist er við að velta fyrirtækisins á þessu ári nemi um milljarði króna, en hugbúnaðarútflutningur þess nemur fimmtungi af heildarútflutningi hugbúnaðar héðan. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hingað til ekki kvartað mikið yfir aðstæðum hér, en hafa orð á vangaveltum sínum í nýrri úttekt tímaritsins Tölvuheims. "Við fengum einu sinni 1.500 krónur fyrir hverja áskrift, en fáum 900 krónur núna," segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP og vísar þar til gengisþróunarinnar. Hann segir fyrirtækið ekki hafa sett sér ákveðin tímamörk um hvenær gefist verði upp á aðstæðum hér, en verið sé að reikna út muninn á rekstrarkostnaði hér miðað við það sem fyrirtækinu hefur verið boðið annars staðar. "Fyrirtækjum eins og okkar er víða gert hátt undir höfði, svo sem í Montreal í Kanada og á eynni Mön líka," segir Hilmar, en Mön hefur ítrekað haft samband við fyrirtækið með það í huga að lokka það úr landi. Ýmsar ívilnanir eru í boði, svo sem endurgreiðsla þróunarkostnaðar, afsláttur á aðstöðugjöldum og skattaívilnanir. "Reyndar eru flestir staðir betri en Ísland hvað þetta varðar, en hér er ekkert slíkt í boði." Hilmar vísar til þess að gjarnan séu höfð uppi stór orð um upplýsingasamfélagið og uppbyggingu hátækniiðnaðar hér á landi, en svo virðist lítið verða úr aðgerðum til að laða að, eða halda slíkri starfsemi í landi. "Hér hefur vissulega verið stutt við ýmsa atvinnustarfsemi, svo sem fiskiðnað og orkufrekan iðnað, en menn virðast ekki láta gerðir fylgja orðum hvað þetta varðar," segir hann og gantast með að fyrirtækið sé nýflutt af Klapparstíg í Reykjavík yfir á Grandagarð og því í góðri æfingu við að flytja. "Þeir flutningar tóku ekki nema fjóra daga."
Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira