Innlent

DV stendur við fréttaflutning

Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason eru ritstjórar DV.
Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason eru ritstjórar DV.

"Það stendur ekkert annað til en að standa við þessa frétt. Við eigum þetta allt á segulbandi," segir Jónas Kristjánsson, annar ritstjóra DV.

Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur lagt fram kæru á hendur ritstjórn DV fyrir frétt í blaðinu sem segir frá því að átta menn á vegum Ástþórs hafi mætt vopnaðir heim til manns sem leigir íbúð af Ástþóri og sagt honum að koma sér út.

Ástþór hefur lýst því yfir að þetta sé algjör steypa og krefst refsingar yfir hlutaðeigandi blaðamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×