Innlent

Mikil svifryksmengun í Reykjavík undanfarna daga

Svifryk hefur mælst allt að tífalt meira síðustu daga en á meðal degi. Þegar veður er þurrt og stillt eykst rykmengunun verulega við helstu umferðaræðar í Reykjavík. Fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum getur fundið fyrir svifrykinu þegar umferð er sem mest og þar með svifrykið.

Síðustu daga hefur svifryksmengun mælst allt að þrjú til fjögur hundruð míkrógrömm við helstu umferðaræðar í Reykjavík. Það er tífalt meira en á venjulegum degi.

Síðustu daga hefur svifryksmengun mælst allt að þrjú til fjögur hundruð míkrógrömm við helstu umferðaræðar í Reykjavík. Það er tífalt meira en á venjulegum degi.

Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri mengunarvarna hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, segir veðurfar hafa mikil áhrif á rykmengun en í stilltu og þurru veðri líkt og undanfarna daga þá sé rykmengun alla jafna meiri. Þá hafi frostið einnig áhrif.

Lúðvík segir að þrátt fyrir aukna bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu þá bendi tölur ekki til þess að svifryk sé almennt að aukast. Aukin úrkoma síðustu tíu ár hafi þar mikið að segja en því meiri úrkoma, því minna svifryk. Lúðvík segir í raun sé ekki mikið hægt að gera til að draga úr svifryksmengun annað en að reyna að draga úr umferð því mikil umferð tætir upp malbikið svo úr verður svifryk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×