Innlent

Stílkeppni Samfés haldin á morgun

Rusl er þema stílkeppni Samfés sem haldin verður á morgun. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin en keppt er í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun. Markmið keppninnar er að hvetja unglinga til listsköpunar og gefa þeim tækifæri til að nýta hæfileika sína á því sviði. Alls munu 42 lið af landinu öllu taka þátt í keppnini. Veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin en auk þess verða veitt verðlaun fyrir bestu förðunina, bestu hárgreiðsluna og bestu hönnunina. Stílkeppnin fer fram í íþróttahúsinu í Digranesi og hefst klukkan 15:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×