Innlent

Undrast seinagang fjármálaráðherra

Stjórnarandstæðingar undrast seinagang fjármálaráðherra í hagsmunagæslu vegna samráðs olíufélaganna en ráðherrann segir að vanda verði undirbúning, verði niðurstaðan sú að mál verði höfðað.

Þingfundur í morgun hófst á því að Lúðvík Bergvinsson innti fjármálaráðherra eftir því hvernig hann hygðist halda á hagsmunagæslu ríkisins vegna verðsamráðs olíufélaganna og minnti um leið á að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að höfða mál. Ráðherrann svaraði að þessi mál væru til skoðunar og niðurstöðu væri að vænta innan tíðar. Stjórnarandstæðingar undruðust seinaganginn.

Stjórnarandstæðingar hvöttu fjármálaráðherra til að lýsa því yfir að ríkið myndi höfða mál. Ráðherrann sagði hins vegar að vanda yrði til verka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×