Innlent

Færri bækur fyrir þessi jól

Færri bækur eru gefnar út fyrir þessi jól en þau síðustu.
Færri bækur eru gefnar út fyrir þessi jól en þau síðustu.

Færri bækur eru gefnar út nú fyrir jólin en á sama tíma í fyrra. Í könnun sem Bókasamband Íslands gerði kemur fram að heildarfjöldi titla í Bókatíðindum er nú 608 en var 651 í fyrra.

Könnunin leiðir einnig í ljós 1,5 prósenta aukningu á prentun bóka innanlands en rétt tæp sextíu prósent þeirra bóka sem gefnar eru út hér á landi eru prentaðar á Íslandi. Ellefu prósent þeirra bóka sem prentaðar eru erlendis koma frá Finnlandi og níu prósent eru prentaðar í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×