Innlent

Bjartsýnn á samþykki

Félagar í Starfsmannafélagi Akraness greiða í dag atkvæði um kjarasamning við Akranesbæ. Valdimar Þorvaldsson, formaður félagsins, segist bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur en 240 manns eru á kjörskrá. Búist er við að úrslit liggi fyrir fljótlega upp úr sex í kvöld. Samningar náðust seint á laugardag, sólarhring áður en verkfall átti að hefjast sem haft hefði mikil áhrif á stofnanir bæjarins. Fyrri samningur sem samkomulag hafði náðst um var felldur með sjötíu og fimm prósentum atkvæða í síðustu viku. Verði nýi samningurinn felldur hefst verkfall á miðnætti annaðkvöld að óbreyttu. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×