Innlent

4,6 prósenta verðbólga

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent milli september og október. Verðbólga á ársgrundvelli er því 4,6 prósent, litlu minni en í síðasta mánuði þegar hún mældist 4,8 prósent. Verðbólga án húsnæðis hefur hins vegar hækkað um 1,2 prósent síðasta árið. Verðbólga hefur hækkað um 2,3 prósent en það jafngildir 9,7 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli. Helstu ástæðurnar fyrir hækkun vísitölunnar milli mánuða er að dagvörur hækkuðu um 1,6 prósent, húsnæði um 1,4 prósent og föt og skór um fjögur prósent. Bensín og gasolía hækkaði um 2,4 prósent. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×