Innlent

Sturla gagnrýnir ummæli FlugKef

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, gagnrýnir ummæli áhugamanna um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar, og segir fullyrðingar þeirra um niðurstöður könnunnar rangar. Hann segir gagnrýni Flugkef hópsins vera útspil Suðurnesjamanna þar sem eiginhagsmunasemi sé á ferðinni. Viktor B. Kjartansson, varaformaður FlugKef, áhugahóps um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar fyrr í dag, að niðurstöður könnunar væru byggðar á könnun sem samgönguráðuneytið hafi látið gera í mars og apríl á síðasta ári. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir fullyrðingar Viktors rangar en könnunin hafi verið gerð fyrr á þessu ári. Viktor undraðist yfir að niðurstöður könnunarinnar væru upplýstar aðeins tveimur dögum fyrir landsfund Sjálfstæðismanna. Sturla sagði ekkert óeðlilegt við að niðurstöður könnunarinnar væru birtar nú rétt fyrir landsfundinn þar sem birting könnunarinnar væri algerlega óháð fundinum. Sturla sagði gagnrýni FlugKef hópsins vera útspil Suðurnesjamanna þar sem augljós eiginhagsmunasemi sé á ferðinni. Sturla segir könnunina vera ítarlega úttekt á ferðavenjum landsmanna. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar og kynntar í heild sinni á næstunni. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×