Innlent

Tónleikahaldið er tekjulind

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag, en á dagskránni verður meðal annar Hátíðarmars eftir Pál Ísólfsson og Íslenskir rímnadansar eftir Jón Leifs. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem sveitin spilar á fundi stjórnmálaflokks. "Það er alþekkt að við höfum farið í fyrirtæki þegar haldin hafa verið afmæli og slíkt," segir Sváfnir Sigurðarson, kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitarinnar, en veit ekki til þess sveitin hafi áður spilað á fundi stjórnmálaflokks. Hann segir sveitina verða fullskipaða á landsfundinum, en fjöldi þeirra sem þátt taki fari eftir lagavali hverju sinni. Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir sveitina hafa tekjur af tónleikum sem þessum, en vill ekki gefa upp nákvæmlega hversu mikið var greitt fyrir. "Svona tónleikar geta kostað frá frá 500 þúsundum og upp í eina og hálfa milljón í hvert skipti," segir hann og bætir við að þurfi sveitin að ferðast eða að spila um lengri tíma geti kostnaðurinn hlaupið á milljónum. "En svo er þetta auðvitað líka kynning fyrir sveitina." Þröstur segir hvern sem er geta pantað Sinfóníuhljómsveitina, svo fremi sem hún eigi lausa stund til tónleikahaldsins. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×