Fleiri fréttir Fer fyrir Mannréttindadómstóllinn Mannréttindadómstóllinn í Staussburg hefur samþykkt að taka upp mál Sigurðar Guðmundssonar sem dæmdur var í eins og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir að verða barni að bana þegar hann starfaði sem dagpabbi. 18.4.2005 00:01 Ákvörðun Hæstaréttar áhyggjuefni Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps segir viðurkenningu Hæstaréttar, á lögheimili fjögurra manna fjölskyldu í húsi á frístundarbyggðarsvæði Bláskógarbyggðar, valda sér miklum áhyggjum. 18.4.2005 00:01 Ofbjóða dylgjurnar "Mér er ómögulegt að skilja hvaða hvatir liggja að baki því að senda út þátt á borð við þennan," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um viðtal við Jónínu Benediktsdóttur í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á sunnudaginn. 18.4.2005 00:01 Erill hjá lögreglunni í nótt Svo virðist sem rigningarsuddinn hafi farið illa í þá sem voru að skemmta sér í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt. Töluverður erill var hjá lögreglu vegna ölvunarláta fólks og mörgum var laus höndin. Um eittleytið var einn maður fluttur á slysadeild eftir átök við skemmtistaðinn Broadway og um svipað leyti var ráðist á dyravörð á Kringlukránni og gleraugu hans brotin. 17.4.2005 00:01 Réttindalaus á ofsahraða Ökumaður reyndi að komast undan lögreglumönnum um fjögurleytið í nótt, en hann ók á ofsahraða eftir Kringlumýrarbrautinn en eftir eftirför í einhvern tíma lauk ökuferð hans í Miðtúninu. Kom þá í ljós að ökumaðurinn var án réttinda, hafði verið sviptur þeim fyrr og brást við með hraðakstri og undanbrögðum þegar hann mætti lögreglubíl. 17.4.2005 00:01 Einn af sexmenningunum handtekinn Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. 17.4.2005 00:01 Sigursælir nemar í matreiðslu Íslenskir matreiðslunemar sigruðu í árlegri keppni Norrænna matreiðslu- og framreiðslunema sem haldin var í Drammen í Noregi að þessu sinni. Þá urðu íslensku keppendurnir í framreiðslu í öðru sæti. 17.4.2005 00:01 Frímerki seld fyrir 120 milljónir Erlendir frímerkjasafnarar kaupa íslensk frímerki fyrir um 120 milljónir króna á ári. Níu starfsmenn vinna í sérstakri deild Íslandspóst sem þjónustar safnara. </font /></b /> 17.4.2005 00:01 Uppselt í lúxusferð Ingólfs Þau þrjátíu sæti sem voru í boði í mánaðarlanga hnattreisu með Ingólfi Guðbrandssyni í haust, seldust upp á kynningarfundi á fimmtudagskvöld. 17.4.2005 00:01 Ríkið sé ekki í fjölmiðlarekstri Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að ríkið hætti afskiptum af fjölmiðlum. Þeir mótmæla því að á sama tíma og settar séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla með óviðunandi skilyrðum um eignaraðild að þeim liggi fyrir frumvarp sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum og tryggi því meira fjármagn til reksturs úr vösum skattgreiðenda. 17.4.2005 00:01 Um sjö þúsund nýir félagar Ætla má að um sjö þúsund manns hafi skráð sig í Samfylkinguna áður en kjörskrá fyrir formannskosningarnar var lokað. Það þýðir að Samfylkingarmönnum hafi fjölgað um helming frá áramótum. Eftir því sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í <em>Silfri Egils</em> skráðu 3.154 sig í flokkinn á kosningaskrifstofu hennar, um tvö þúsund á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar og svipaður fjöldi á skrifstofu flokksins. 17.4.2005 00:01 Fríar hringingar í heimasíma Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur hrundið af stað nýrri þjónustu sem nefnist Og1, sem stuðlar að lækkun á símakostnaði heimila. 17.4.2005 00:01 Ræða um viðbrögð við dólgslátum Forráðamenn Iceland Express ætla að ræða við yfirmenn Leifsstöðvar og Icelandair um hvernig koma megi í veg fyrir dólgslæti eins og urðu í vél félagsins á leið til Kaupmannahafnar í gær. Þrír voru handteknir við komuna þangað og verður málið væntanlega fært lögreglunni á Íslandi. 17.4.2005 00:01 Sakar Biblíufélagið um falsanir Guð er orðinn gamall og hallærislegur í augum þjóðkirkjunnar, segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. Hann gagnrýnir harðlega Hið íslenska Biblíufélag fyrir að falsa ritningarnar í nýrri þýðingu og segir ýmsa vilja koma að nýrri útgáfu þar sem Guðs orð fái að njóta sannmælis. 17.4.2005 00:01 Stefnir borginni vegna málverka Barnabarn Jóhannesar Kjarvals hefur stefnt Reykjavíkurborg fyrir að hafa tekið yfir fimm þúsund verk meistarans ófrjálsri hendi. Málið verður þingfest eftir helgi. 17.4.2005 00:01 Ótrúlegur bati eftir aðgerð Bati fertugrar einstæðrar, þriggja barna móður sem greindist með illkynja æxli í spjaldhryggnum á síðasta ári þykir ótrúlegur. Spjaldhryggurinn var tekinn úr Borghildi Svavarsdóttur og er hún fyrsti Íslendingurinn sem gengst undir slíka aðgerð. 17.4.2005 00:01 Á höttunum eftir spurningaliði Framhaldsskólarnir keppa um hylli greindustu grunnskólanemendanna. Á heimasíðu pilts úr sigurliði Hagaskóla í spurningakeppni grunnskólanna segir að piltar tengdir spurningaliði Verzlunarskóla Íslands hafi boðið þeim í heimsókn. 17.4.2005 00:01 Bitist um Kjarvalsverkin Mál Ingimundar Kjarval gegn Reykjavíkurborg verður þingfest í héraðsdómi á morgun. Borginni er gefið að sök að hafa sölsað undir sig yfir 5.000 verk Jóhannesar Kjarval í trássi við erfingja hans. 17.4.2005 00:01 Hreyfilistaverk frumsýnt í húsi OR Þvottavélatromlur, keilur, GSM-símar, steinull, svampur, klósettpappír og reiðhjólagjarðir voru meðal þess sem gekk í endurnýjun lífdaga í hreyfilistaverki sem frumsýnt var í Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Bandaríski myndlistarmaðurinn Arthur Ganson vann verkið með hópi íslenskra barna. Hann heillaðist af hugmyndaauðgi barnanna. 17.4.2005 00:01 Bæði hvatt til sparnaðar og eyðslu Á sama tíma og Landsbankinn ýtir undir aukinn sparnað landsmanna hvetur hann þá til að eyða meiru og jafnvel taka lán til að fara í ferðalög og kaupa sumarhús. Framkvæmdastjóri markaðssviðs bankans viðurkennir að ef til vill sé of langt gengið að hvetja menn til að taka ferðalán. 17.4.2005 00:01 Almenningur ehf. stofnsett í dag Í dag hyggst fjárfestahópurinn sem áformar að taka þátt í kaupum á Símanum stofna einkahlutafélag utan um verkefnið. 17.4.2005 00:01 Virkjað í Albaníu Landsvirkjun áformar að reisa 70 megavatta vatnsaflsvirkjun í Albaníu. Samningsdrög við þarlend stjórnvöld liggja fyrir en albanska þingið á eftir að leggja blessun sína yfir framkvæmdina. 17.4.2005 00:01 Vaxtabætur skornar niður Vaxtabætur hluta framteljenda skerðast umtalsvert milli ára. Áhrifin eru þó talin minnst á fólkið sem skuldar mest. Samdrátturinn er til kominn bæði vegna breytinga á skattalögum og eins breytts fasteignamats. </font /></b /> 17.4.2005 00:01 Íbúarnir komast ekki leiðar sinnar Enn syrtir í álinn hjá íbúum svonefnds Gestshúss í vesturbæ Hafnarfjarðar en það hefur stórskemmst vegna holræsaframkvæmda sem bærinn hefur staðið fyrir í götunni að undanförnu. 17.4.2005 00:01 Algjör viðsnúningur ráðuneytisins Bæjarstjórar spyrna við fótum vegna fyrirætlana um sameiningu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra segir málið í kynningu og telur að þjónusta heilsugæslunnar ætti að batna í kjölfarið. </font /></b /> 17.4.2005 00:01 Huga þarf að heimildum í lögum Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig í fyrirætlunum um að koma upp "svörtum lista" yfir flugdólga. Hún segir þó ekkert koma í veg fyrir að flugfélög komi sér upp slíkum lista.<b> </font /> </b> 17.4.2005 00:01 Á ekki heima með föndrinu Í burðarliðnum er sýning á málverkum Halldórs G. Dungals, sem verið hefur blindur í fimm ár. Verkin eru ný, máluð eftir að hann missti sjónina. 17.4.2005 00:01 Efla uppbyggingu háhraðanets Heimili, fyrirtæki og stofnanir verða öll komin með möguleika á háhraðatengingum fyrir lok næsta árs samkvæmt fjarskiptaáætlun samgönguráðherra. Efla á háhraðatengingarnar á næstu árum þannig að árið 2010 verði hraðinn í fastneti að lágmarki 100 megabæt á sekúndu og eitt megabæt til notanda í farnetum. 17.4.2005 00:01 Styttist í nýtt blað Undirbúningur að stofnun nýs blaðs er langt kominn og viðbúið að áform væntanlegra útgefenda verði kynnt innan skamms. 17.4.2005 00:01 40 kvenráðherrar til Íslands Kvenkyns menntamálaráðherrar hvaðanæva að úr heiminum hittast í Reykjavík í lok ágúst til að ræða þau margvíslegu vandamál sem kvenráðherrar um heim allan standa frammi fyrir. Gera má ráð fyrir að um 40 ráðherrar komi til landsins af þessu tilefni. 17.4.2005 00:01 Fjórar líkamsárásir á einni nóttu Óvenju mikilll erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. 17.4.2005 00:01 Landsvirkjun virkjar í Albaníu Landsvirkjun áformar að reisa 70 megavatta vatnsaflsvirkjun í Albaníu. Samningsdrög við þarlend stjórnvöld liggja fyrir en albanska þingið á eftir að leggja blessun sína yfir framkvæmdina. Framkvæmdirnar munu taka um þrjú ár og er kostnaður við þær áætlaður 8-9 milljarðar króna. 17.4.2005 00:01 Óskað eftir skýringum Mannréttindadómstóll Evrópu hefur farið þess á leit við íslenska ríkið að það skili greinargerð um mál karlmanns sem var dæmdur fyrir að verða barni að bana með því að hrista það. Maðurinn var dæmdur til fangelsisvistar eftir að barn sem hann og kona hans höfðu í umsjá sinni lést. 17.4.2005 00:01 Yfir fimmtíu óku of hratt Mikil umferð var um Blönduós um helgina og hafði lögreglan á svæðinu varla undan við að stoppa ökumenn fyrir hraðakstur. "Fólk verður að fara að gera sér grein fyrir því á hvaða svæði það er að keyra," segir Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður á Blönduósi. "Það er að keyra á besta hraðahindrunarsvæði landsins." 17.4.2005 00:01 Braut rúðu í lögreglubíl Maður braut afturrúðu í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa kastað flösku í bílinn. Tveir lögreglumenn voru í bílnum en sakaði hvorugan þeirra. Maðurinn hljóp á brott og náðist hann ekki. Biður lögreglan þá sem urðu vitni að atburðinum að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. 16.4.2005 00:01 Auka kvóta úr sameiginlegum stofni Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær einhliða að auka kvóta íslenskra skipa til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fá íslensku skipin á þessu ári að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld. Ekki náðist samkomulag við Norðmenn um veiðarnar og hafa báðar þjóðir því í reynd tekið einhliða ákvörðun í málinu. 16.4.2005 00:01 Össur og Ingibjörg á Akureyri Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru á meðal ræðumanna á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins á Akureyri í hádeginu. Fundurinn ber yfirskriftina <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér!</em> - klár tilvísun í þá félaga Karíus og Baktus. Þetta er í fyrsta sinn sem þau Ingibjörg og Össur mæta á sameiginlegan fund frá því að baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni tók að harðna. 16.4.2005 00:01 Rafmagnstruflanir á Vesturlandi Rafmagnstruflanir hafa verið á Vesturlandi í morgun og fór rafmagn af í Kjósinni klukkan 10 í morgun. Vinnuflokkur RARIK frá Borgarnesi hefur hafið vinnu við bilanaleit. 16.4.2005 00:01 Hvalfjarðargöng lokuð til þrjú Hvalfjarðargöngin verða lokuð í dag til klukkan þrjú vegna almannavarnaæfingar. Hægt verður að aka fyrir Hvalfjörðinn eins og aðra daga. 16.4.2005 00:01 Innanlandsflug liggur niðri Allt innanlandsflug liggur niðri frá Reykjavíkurflugvelli vegna veðurs og á næst að athuga með flug klukkan hálftvö. 16.4.2005 00:01 Æfa viðbrögð við hópslysi Fjölmenn almannavarnaæfing hefur staðið yfir í Hvalfjarðargöngunum frá því snemma í morgun og er göngunum lokað af þeim sökum. Marinó Tryggvason öryggisfulltrúi Spalar segir afar mikilvægt að fá tækifæri til að æfa viðbrögð yrði hópslys í göngunum. 16.4.2005 00:01 Björn fagnar áræði Agnesar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vonar að Agnes Bragadóttir blaðamaður og félagar hennar hafi erindi sem erfiði í baráttu sinni fyrir því að almenningur eignist sem stærstan hlut í Símanum. Þetta segir Björn á heimasíðu sinni í dag og fagnar áræði Agnesar sem og dugnaði. 16.4.2005 00:01 Háhraðavæðing fyrir árið 2007 Fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010 gerir ráð fyrir að öll heimili, stofnanir og fyrirtæki landsins verði orðin háhraðavædd fyrir árið 2007 sem muni skipa Íslandi í fremstu röð þjóða í upplýsingatækni. Áætlunin gerir ráð fyrir að ein sjónvarpsstöð hið minnsta verði send stafrænt út um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið strax á þessu ári og að í boði verði stafrænt sjónvarp um háhraðanet. 16.4.2005 00:01 Gagnrýna lóðaútdrátt í Lamabaseli Niðurstöður happadrættisins um lóðirnar 30 í Lambaselinu í Reykjavík sem fram fór á fimmtudag eru stórlega dregnar í efa í grein sem birtist á <em>Vefþjóðviljanum</em> í dag. Greinarhöfundar benda á að umsókn númer 545 var dregin út í 14. drætti og umsókn númer 546 í 15. drætti. Þykir þeim ólíklegt að tvær samliggjandi umsóknir úr svo stórum bunka séu dregnar út í röð. 16.4.2005 00:01 Tími Ingibjargar ekki kominn Það er ekkert sem bendir til þess að tími Ingibjargar Sólrúnar muni ekki koma einhvern tíma en það verður þó að bíða betri tíma. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan í dag undir yfirskriftinni <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér</em>. Þá sagðist Össur sjálfur vera best til þess fallinn að leiða flokkinn í næstu kosningum. 16.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fer fyrir Mannréttindadómstóllinn Mannréttindadómstóllinn í Staussburg hefur samþykkt að taka upp mál Sigurðar Guðmundssonar sem dæmdur var í eins og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir að verða barni að bana þegar hann starfaði sem dagpabbi. 18.4.2005 00:01
Ákvörðun Hæstaréttar áhyggjuefni Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps segir viðurkenningu Hæstaréttar, á lögheimili fjögurra manna fjölskyldu í húsi á frístundarbyggðarsvæði Bláskógarbyggðar, valda sér miklum áhyggjum. 18.4.2005 00:01
Ofbjóða dylgjurnar "Mér er ómögulegt að skilja hvaða hvatir liggja að baki því að senda út þátt á borð við þennan," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um viðtal við Jónínu Benediktsdóttur í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á sunnudaginn. 18.4.2005 00:01
Erill hjá lögreglunni í nótt Svo virðist sem rigningarsuddinn hafi farið illa í þá sem voru að skemmta sér í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt. Töluverður erill var hjá lögreglu vegna ölvunarláta fólks og mörgum var laus höndin. Um eittleytið var einn maður fluttur á slysadeild eftir átök við skemmtistaðinn Broadway og um svipað leyti var ráðist á dyravörð á Kringlukránni og gleraugu hans brotin. 17.4.2005 00:01
Réttindalaus á ofsahraða Ökumaður reyndi að komast undan lögreglumönnum um fjögurleytið í nótt, en hann ók á ofsahraða eftir Kringlumýrarbrautinn en eftir eftirför í einhvern tíma lauk ökuferð hans í Miðtúninu. Kom þá í ljós að ökumaðurinn var án réttinda, hafði verið sviptur þeim fyrr og brást við með hraðakstri og undanbrögðum þegar hann mætti lögreglubíl. 17.4.2005 00:01
Einn af sexmenningunum handtekinn Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. 17.4.2005 00:01
Sigursælir nemar í matreiðslu Íslenskir matreiðslunemar sigruðu í árlegri keppni Norrænna matreiðslu- og framreiðslunema sem haldin var í Drammen í Noregi að þessu sinni. Þá urðu íslensku keppendurnir í framreiðslu í öðru sæti. 17.4.2005 00:01
Frímerki seld fyrir 120 milljónir Erlendir frímerkjasafnarar kaupa íslensk frímerki fyrir um 120 milljónir króna á ári. Níu starfsmenn vinna í sérstakri deild Íslandspóst sem þjónustar safnara. </font /></b /> 17.4.2005 00:01
Uppselt í lúxusferð Ingólfs Þau þrjátíu sæti sem voru í boði í mánaðarlanga hnattreisu með Ingólfi Guðbrandssyni í haust, seldust upp á kynningarfundi á fimmtudagskvöld. 17.4.2005 00:01
Ríkið sé ekki í fjölmiðlarekstri Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að ríkið hætti afskiptum af fjölmiðlum. Þeir mótmæla því að á sama tíma og settar séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla með óviðunandi skilyrðum um eignaraðild að þeim liggi fyrir frumvarp sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum og tryggi því meira fjármagn til reksturs úr vösum skattgreiðenda. 17.4.2005 00:01
Um sjö þúsund nýir félagar Ætla má að um sjö þúsund manns hafi skráð sig í Samfylkinguna áður en kjörskrá fyrir formannskosningarnar var lokað. Það þýðir að Samfylkingarmönnum hafi fjölgað um helming frá áramótum. Eftir því sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í <em>Silfri Egils</em> skráðu 3.154 sig í flokkinn á kosningaskrifstofu hennar, um tvö þúsund á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar og svipaður fjöldi á skrifstofu flokksins. 17.4.2005 00:01
Fríar hringingar í heimasíma Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur hrundið af stað nýrri þjónustu sem nefnist Og1, sem stuðlar að lækkun á símakostnaði heimila. 17.4.2005 00:01
Ræða um viðbrögð við dólgslátum Forráðamenn Iceland Express ætla að ræða við yfirmenn Leifsstöðvar og Icelandair um hvernig koma megi í veg fyrir dólgslæti eins og urðu í vél félagsins á leið til Kaupmannahafnar í gær. Þrír voru handteknir við komuna þangað og verður málið væntanlega fært lögreglunni á Íslandi. 17.4.2005 00:01
Sakar Biblíufélagið um falsanir Guð er orðinn gamall og hallærislegur í augum þjóðkirkjunnar, segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. Hann gagnrýnir harðlega Hið íslenska Biblíufélag fyrir að falsa ritningarnar í nýrri þýðingu og segir ýmsa vilja koma að nýrri útgáfu þar sem Guðs orð fái að njóta sannmælis. 17.4.2005 00:01
Stefnir borginni vegna málverka Barnabarn Jóhannesar Kjarvals hefur stefnt Reykjavíkurborg fyrir að hafa tekið yfir fimm þúsund verk meistarans ófrjálsri hendi. Málið verður þingfest eftir helgi. 17.4.2005 00:01
Ótrúlegur bati eftir aðgerð Bati fertugrar einstæðrar, þriggja barna móður sem greindist með illkynja æxli í spjaldhryggnum á síðasta ári þykir ótrúlegur. Spjaldhryggurinn var tekinn úr Borghildi Svavarsdóttur og er hún fyrsti Íslendingurinn sem gengst undir slíka aðgerð. 17.4.2005 00:01
Á höttunum eftir spurningaliði Framhaldsskólarnir keppa um hylli greindustu grunnskólanemendanna. Á heimasíðu pilts úr sigurliði Hagaskóla í spurningakeppni grunnskólanna segir að piltar tengdir spurningaliði Verzlunarskóla Íslands hafi boðið þeim í heimsókn. 17.4.2005 00:01
Bitist um Kjarvalsverkin Mál Ingimundar Kjarval gegn Reykjavíkurborg verður þingfest í héraðsdómi á morgun. Borginni er gefið að sök að hafa sölsað undir sig yfir 5.000 verk Jóhannesar Kjarval í trássi við erfingja hans. 17.4.2005 00:01
Hreyfilistaverk frumsýnt í húsi OR Þvottavélatromlur, keilur, GSM-símar, steinull, svampur, klósettpappír og reiðhjólagjarðir voru meðal þess sem gekk í endurnýjun lífdaga í hreyfilistaverki sem frumsýnt var í Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Bandaríski myndlistarmaðurinn Arthur Ganson vann verkið með hópi íslenskra barna. Hann heillaðist af hugmyndaauðgi barnanna. 17.4.2005 00:01
Bæði hvatt til sparnaðar og eyðslu Á sama tíma og Landsbankinn ýtir undir aukinn sparnað landsmanna hvetur hann þá til að eyða meiru og jafnvel taka lán til að fara í ferðalög og kaupa sumarhús. Framkvæmdastjóri markaðssviðs bankans viðurkennir að ef til vill sé of langt gengið að hvetja menn til að taka ferðalán. 17.4.2005 00:01
Almenningur ehf. stofnsett í dag Í dag hyggst fjárfestahópurinn sem áformar að taka þátt í kaupum á Símanum stofna einkahlutafélag utan um verkefnið. 17.4.2005 00:01
Virkjað í Albaníu Landsvirkjun áformar að reisa 70 megavatta vatnsaflsvirkjun í Albaníu. Samningsdrög við þarlend stjórnvöld liggja fyrir en albanska þingið á eftir að leggja blessun sína yfir framkvæmdina. 17.4.2005 00:01
Vaxtabætur skornar niður Vaxtabætur hluta framteljenda skerðast umtalsvert milli ára. Áhrifin eru þó talin minnst á fólkið sem skuldar mest. Samdrátturinn er til kominn bæði vegna breytinga á skattalögum og eins breytts fasteignamats. </font /></b /> 17.4.2005 00:01
Íbúarnir komast ekki leiðar sinnar Enn syrtir í álinn hjá íbúum svonefnds Gestshúss í vesturbæ Hafnarfjarðar en það hefur stórskemmst vegna holræsaframkvæmda sem bærinn hefur staðið fyrir í götunni að undanförnu. 17.4.2005 00:01
Algjör viðsnúningur ráðuneytisins Bæjarstjórar spyrna við fótum vegna fyrirætlana um sameiningu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra segir málið í kynningu og telur að þjónusta heilsugæslunnar ætti að batna í kjölfarið. </font /></b /> 17.4.2005 00:01
Huga þarf að heimildum í lögum Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig í fyrirætlunum um að koma upp "svörtum lista" yfir flugdólga. Hún segir þó ekkert koma í veg fyrir að flugfélög komi sér upp slíkum lista.<b> </font /> </b> 17.4.2005 00:01
Á ekki heima með föndrinu Í burðarliðnum er sýning á málverkum Halldórs G. Dungals, sem verið hefur blindur í fimm ár. Verkin eru ný, máluð eftir að hann missti sjónina. 17.4.2005 00:01
Efla uppbyggingu háhraðanets Heimili, fyrirtæki og stofnanir verða öll komin með möguleika á háhraðatengingum fyrir lok næsta árs samkvæmt fjarskiptaáætlun samgönguráðherra. Efla á háhraðatengingarnar á næstu árum þannig að árið 2010 verði hraðinn í fastneti að lágmarki 100 megabæt á sekúndu og eitt megabæt til notanda í farnetum. 17.4.2005 00:01
Styttist í nýtt blað Undirbúningur að stofnun nýs blaðs er langt kominn og viðbúið að áform væntanlegra útgefenda verði kynnt innan skamms. 17.4.2005 00:01
40 kvenráðherrar til Íslands Kvenkyns menntamálaráðherrar hvaðanæva að úr heiminum hittast í Reykjavík í lok ágúst til að ræða þau margvíslegu vandamál sem kvenráðherrar um heim allan standa frammi fyrir. Gera má ráð fyrir að um 40 ráðherrar komi til landsins af þessu tilefni. 17.4.2005 00:01
Fjórar líkamsárásir á einni nóttu Óvenju mikilll erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. 17.4.2005 00:01
Landsvirkjun virkjar í Albaníu Landsvirkjun áformar að reisa 70 megavatta vatnsaflsvirkjun í Albaníu. Samningsdrög við þarlend stjórnvöld liggja fyrir en albanska þingið á eftir að leggja blessun sína yfir framkvæmdina. Framkvæmdirnar munu taka um þrjú ár og er kostnaður við þær áætlaður 8-9 milljarðar króna. 17.4.2005 00:01
Óskað eftir skýringum Mannréttindadómstóll Evrópu hefur farið þess á leit við íslenska ríkið að það skili greinargerð um mál karlmanns sem var dæmdur fyrir að verða barni að bana með því að hrista það. Maðurinn var dæmdur til fangelsisvistar eftir að barn sem hann og kona hans höfðu í umsjá sinni lést. 17.4.2005 00:01
Yfir fimmtíu óku of hratt Mikil umferð var um Blönduós um helgina og hafði lögreglan á svæðinu varla undan við að stoppa ökumenn fyrir hraðakstur. "Fólk verður að fara að gera sér grein fyrir því á hvaða svæði það er að keyra," segir Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður á Blönduósi. "Það er að keyra á besta hraðahindrunarsvæði landsins." 17.4.2005 00:01
Braut rúðu í lögreglubíl Maður braut afturrúðu í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa kastað flösku í bílinn. Tveir lögreglumenn voru í bílnum en sakaði hvorugan þeirra. Maðurinn hljóp á brott og náðist hann ekki. Biður lögreglan þá sem urðu vitni að atburðinum að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. 16.4.2005 00:01
Auka kvóta úr sameiginlegum stofni Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær einhliða að auka kvóta íslenskra skipa til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fá íslensku skipin á þessu ári að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld. Ekki náðist samkomulag við Norðmenn um veiðarnar og hafa báðar þjóðir því í reynd tekið einhliða ákvörðun í málinu. 16.4.2005 00:01
Össur og Ingibjörg á Akureyri Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru á meðal ræðumanna á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins á Akureyri í hádeginu. Fundurinn ber yfirskriftina <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér!</em> - klár tilvísun í þá félaga Karíus og Baktus. Þetta er í fyrsta sinn sem þau Ingibjörg og Össur mæta á sameiginlegan fund frá því að baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni tók að harðna. 16.4.2005 00:01
Rafmagnstruflanir á Vesturlandi Rafmagnstruflanir hafa verið á Vesturlandi í morgun og fór rafmagn af í Kjósinni klukkan 10 í morgun. Vinnuflokkur RARIK frá Borgarnesi hefur hafið vinnu við bilanaleit. 16.4.2005 00:01
Hvalfjarðargöng lokuð til þrjú Hvalfjarðargöngin verða lokuð í dag til klukkan þrjú vegna almannavarnaæfingar. Hægt verður að aka fyrir Hvalfjörðinn eins og aðra daga. 16.4.2005 00:01
Innanlandsflug liggur niðri Allt innanlandsflug liggur niðri frá Reykjavíkurflugvelli vegna veðurs og á næst að athuga með flug klukkan hálftvö. 16.4.2005 00:01
Æfa viðbrögð við hópslysi Fjölmenn almannavarnaæfing hefur staðið yfir í Hvalfjarðargöngunum frá því snemma í morgun og er göngunum lokað af þeim sökum. Marinó Tryggvason öryggisfulltrúi Spalar segir afar mikilvægt að fá tækifæri til að æfa viðbrögð yrði hópslys í göngunum. 16.4.2005 00:01
Björn fagnar áræði Agnesar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vonar að Agnes Bragadóttir blaðamaður og félagar hennar hafi erindi sem erfiði í baráttu sinni fyrir því að almenningur eignist sem stærstan hlut í Símanum. Þetta segir Björn á heimasíðu sinni í dag og fagnar áræði Agnesar sem og dugnaði. 16.4.2005 00:01
Háhraðavæðing fyrir árið 2007 Fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010 gerir ráð fyrir að öll heimili, stofnanir og fyrirtæki landsins verði orðin háhraðavædd fyrir árið 2007 sem muni skipa Íslandi í fremstu röð þjóða í upplýsingatækni. Áætlunin gerir ráð fyrir að ein sjónvarpsstöð hið minnsta verði send stafrænt út um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið strax á þessu ári og að í boði verði stafrænt sjónvarp um háhraðanet. 16.4.2005 00:01
Gagnrýna lóðaútdrátt í Lamabaseli Niðurstöður happadrættisins um lóðirnar 30 í Lambaselinu í Reykjavík sem fram fór á fimmtudag eru stórlega dregnar í efa í grein sem birtist á <em>Vefþjóðviljanum</em> í dag. Greinarhöfundar benda á að umsókn númer 545 var dregin út í 14. drætti og umsókn númer 546 í 15. drætti. Þykir þeim ólíklegt að tvær samliggjandi umsóknir úr svo stórum bunka séu dregnar út í röð. 16.4.2005 00:01
Tími Ingibjargar ekki kominn Það er ekkert sem bendir til þess að tími Ingibjargar Sólrúnar muni ekki koma einhvern tíma en það verður þó að bíða betri tíma. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan í dag undir yfirskriftinni <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér</em>. Þá sagðist Össur sjálfur vera best til þess fallinn að leiða flokkinn í næstu kosningum. 16.4.2005 00:01