Innlent

Landsvirkjun virkjar í Albaníu

Landsvirkjun áformar að reisa 70 megavatta vatnsaflsvirkjun í Albaníu. Samningsdrög við þarlend stjórnvöld liggja fyrir en albanska þingið á eftir að leggja blessun sína yfir framkvæmdina. Framkvæmdirnar munu taka um þrjú ár og er kostnaður við þær áætlaður 8-9 milljarðar króna. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, býst við að fleiri aðilar muni koma að verkefninu, innlendir og erlendir. Fyrirtækið fær tíma til að fjármagna verkið en það er jafnframt háð því að áreiðanleikavottorð frá alþjóðlegri fjármálastofnun fáist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×