Innlent

Á ekki heima með föndrinu

Í burðarliðnum er sýning á málverkum Halldórs G. Dungals, sem verið hefur blindur í fimm ár. Verkin eru ný, máluð eftir að hann missti sjónina. Hann segist hafa þurft að tileinka sér nýja og notar sérstaka vatnsblandaða olíuliti. "Ég er og var fyrir myndlistarmaður," segir Halldór sem fyrir sjónmissinn hélt sýningar. Hann segir feril sinn spanna orðið um 40 ár því fyrst hafi hann farið í myndlistarskóla átta ára gamall. Halldór segist með listsköpun sinni gera tilraun til að sigrast á þeim hindrunum sem hann stendur frammi fyrir sökum fötlunar sinnar. "En það er til marks um hve hvatningin er mikils að það var eiginlega fyrir orð skúringakonunnar hérna að ég gafst ekki upp, þegar ég í þunglyndiskast ætlaði að hætta." Til stóð að sýna verkin í andyri Blindraheimilisins við Hamrahlíð á ársfundi Blindrafélagsins, en Halldór segist hálfpartinn hafa fyrtst við þegar hann komst að því að umgangast ætti verkin eins og hvert annað föndur. "Það á því eftir að skýrast hvenær af sýningunni verður, hvort það verður hér niðri í Blindraheimili eða í sýningarsal úti í bæ."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×