Innlent

Á höttunum eftir spurningaliði

Framhaldsskólarnir keppa um hylli greindustu grunnskólanemendanna. Á heimasíðu pilts úr sigurliði Hagaskóla í spurningakeppni grunnskólanna segir að piltar tengdir spurningaliði Verzlunarskóla Íslands hafi boðið þeim í heimsókn. "Þeir eru mjög metnaðarfullir í Gettu betur og gera allt til að fá okkur í Versló. Þeir buðu okkur gull og græna skóga. Má nefna skólagjalda- og einingaafslátt." Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskólans, kannast ekki við málið en segir það vel geta staðist. Fordæmi eru fyrir því að skólinn felli niður skólagjöld efnilegra nemenda og berist beiðni um slíkt verður það skoðað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×