Innlent

Almenningur ehf. stofnsett í dag

Í dag hyggst fjárfestahópurinn sem áformar að taka þátt í kaupum á Símanum stofna einkahlutafélag utan um verkefnið. Verður félaginu gefið nafnið Almenningur ehf. "Það verður byrjað á því að ákveða að auka hlutafé ótilgreint eftir því hvað margir skrifa sig fyrir. Það þarf hins vegar að gera með formlegum hætti og það er flókið ferli sem við erum þó byrjuð á," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna hópsins. Orri áætlar að hópnum hafi borist á sjöunda þúsund tilkynningar frá almenningi um þátttöku og hefur 10-12 milljörðum króna verið lofað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×