Bitist um Kjarvalsverkin 17. apríl 2005 00:01 Barnabarn Jóhannesar Kjarvals ásakar borgaryfirvöld um að halda þúsundum listaverka meistarans ólöglega í vörslu sinni. Dómsmál hans gegn Reykjavíkurborg verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Forsaga málsins er sú að skömmu áður en Kjarval veiktist og var fluttur á sjúkrahús árið 1968 var vinnustofa hans við Sigtún tæmd og rúmlega 5.000 listaverk og 1.100 bækur úr hans eigu fluttar á Korpúlfsstaði. Þar voru munirnir geymdir í sautján ár en síðan þeir færðir í hirslur Kjarvalsstaða þar sem þeir eru enn. Ingimundur Kjarval, barnabarn Jóhannesar, hefur undanfarin ár reynt að endurheimta muni afa síns, því hann telur verulegan vafa leika á að málarinn hafi í raun gefið borginni þá. Síðustu fimm árin hefur hann skrifað til embættismanna í borgarkerfinu en fá svör fengið og því hefur hann höfðað mál gegn Reykjavíkurborg. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Ingimundur segir að með dómsmálinu verði hægt að eyða þeim vafa sem ríkir um eignarhaldið á verkunum. "Fjölskyldan á þetta ekki pínulítið og borgin ekki pínulítið. Annað hvort á Reykjavíkurborg þetta eða fjölskyldan. Afi skrifaði aldrei undir neitt, það er ekki til nein gjafayfirlýsing og engin yfirlýsing er til frá Reykjavíkurborg um að hún hafi þegið nokkuð að gjöf," segir hann. Úrskurði dómararnir Ingimundi í vil vill hann að verkunum verði skilað aftur til erfingja Kjarvals. Ingimundur segir að misræmi sé á milli tveggja skráa yfir verkin sem gerðar voru 1968 og 1985. Svo virðist sem helmingur bókanna sé glataður og einhver málverkanna líka. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri vildi lítið tjá sig um málið þegar haft var við hana samband í gær. "Ég hef fengið bréf frá Ingimundi í gegnum árin og kynnt mér málið en ég held að það sé þess eðlis að það verði að reka það fyrir dómstólum. Það er mismunandi túlkun á því hvað þarna fór fram á sínum tíma og þannig er fjölskylda Kjarvals ekki samstíga í málinu." Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Barnabarn Jóhannesar Kjarvals ásakar borgaryfirvöld um að halda þúsundum listaverka meistarans ólöglega í vörslu sinni. Dómsmál hans gegn Reykjavíkurborg verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Forsaga málsins er sú að skömmu áður en Kjarval veiktist og var fluttur á sjúkrahús árið 1968 var vinnustofa hans við Sigtún tæmd og rúmlega 5.000 listaverk og 1.100 bækur úr hans eigu fluttar á Korpúlfsstaði. Þar voru munirnir geymdir í sautján ár en síðan þeir færðir í hirslur Kjarvalsstaða þar sem þeir eru enn. Ingimundur Kjarval, barnabarn Jóhannesar, hefur undanfarin ár reynt að endurheimta muni afa síns, því hann telur verulegan vafa leika á að málarinn hafi í raun gefið borginni þá. Síðustu fimm árin hefur hann skrifað til embættismanna í borgarkerfinu en fá svör fengið og því hefur hann höfðað mál gegn Reykjavíkurborg. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Ingimundur segir að með dómsmálinu verði hægt að eyða þeim vafa sem ríkir um eignarhaldið á verkunum. "Fjölskyldan á þetta ekki pínulítið og borgin ekki pínulítið. Annað hvort á Reykjavíkurborg þetta eða fjölskyldan. Afi skrifaði aldrei undir neitt, það er ekki til nein gjafayfirlýsing og engin yfirlýsing er til frá Reykjavíkurborg um að hún hafi þegið nokkuð að gjöf," segir hann. Úrskurði dómararnir Ingimundi í vil vill hann að verkunum verði skilað aftur til erfingja Kjarvals. Ingimundur segir að misræmi sé á milli tveggja skráa yfir verkin sem gerðar voru 1968 og 1985. Svo virðist sem helmingur bókanna sé glataður og einhver málverkanna líka. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri vildi lítið tjá sig um málið þegar haft var við hana samband í gær. "Ég hef fengið bréf frá Ingimundi í gegnum árin og kynnt mér málið en ég held að það sé þess eðlis að það verði að reka það fyrir dómstólum. Það er mismunandi túlkun á því hvað þarna fór fram á sínum tíma og þannig er fjölskylda Kjarvals ekki samstíga í málinu."
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira