Fleiri fréttir Segir alla sitja við sama borð Yfir 30 áhugasamir kaupendur hafa þegar fengið eða fá á næstu dögum tilboðsgögn í tengslum við sölu Símans. Formaður einkavæðingarnefndar segir alla sitja við sama borð. 16.4.2005 00:01 Óprýði af rusli af Norðlingaholti Heldur ófögur sjón blasti við vegfarendum á Breiðholtsbrautinni á milli Selásbrautar og Suðurlandsvegar í dag. Verktakar sem byggja hús í nýja hverfinu við Norðlingaholt virðast ekki hafa gengið nægilega vel frá plastumbúðum sem fuku í rokinu í morgun og liggja nú eins og hráviði í gróðrinum í nágrenninu. 16.4.2005 00:01 Handtekinn eftir ólæti í flugvél Sex íslenskir farþegar voru færðir í hendur lögreglu og var einn þeirra handtekinn við komuna til Kaupmannahafnar í morgun eftir að flugstjóri Iceland Express hafði gert lögreglu viðvart. Farþegarnir höfðu hótað hver öðrum og meðlimum í áhöfn vélarinnar líkamsmeiðingum. 16.4.2005 00:01 Gagnrýndi ómálefnalega umræðu Tími Ingibjörgar Sólrúnar sem leiðtogi Samfylkingarinnar er ekki kominn sagði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, á opnum stjórnmálafundi á Akureyri í dag. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi Össur og stuðningsmenn hans fyrir ómálefnalega umræðu. 16.4.2005 00:01 Gagnrýni ákvæði um RÚV Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segist ekki sjá nein rök fyrir ákvæði í frumvarpi að nýjum lögum um Ríkisútvarpið, þar sem kveðið er á um að stjórn stofnunarinnar eigi að setja reglur um fréttaflutning og auglýsingar og gæta þess að reglum sé fylgt. 16.4.2005 00:01 Ísland verið fremst í fjarskiptum Ísland kemst í fremstu röð í heiminum í upplýsingatækni og fjarskiptum með fimm ára fjarskiptaáætlun sem hefst í ár. Með henni á að bæta sjónvarps- og útvarpssendingar til dreifðra byggða og sjómanna auk þess sem farsímakerfið verður eflt og háhraðatengingu komið upp um allt land. 16.4.2005 00:01 Hótuðu farþegum líkamsmeiðingum Sex íslenskir farþegar létu illum látum í borð um Iceland Express-flugvél sem var á leið til Kaupmannahafanar. Þeir hótuðu hver öðrum og öðrum farþegum líkamsmeiðingum. Flugstjórinn gerði yfirvöldum á Kastrup-flugvelli viðvart og var einn farþeganna handtekinn við komuna þangað. 16.4.2005 00:01 Margir urðu strandaglópar Allt innanlandsflug lá niðri í gær vegna vonskuveðurs á Suður- og Vesturlandi. Rúmlega 300 farþegar sem áttu bókað flugfar frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða eða Ísafjarðar urðu að fresta ferðum sínum. Einnig áttu rúmlega þrjú hundruð farþegar bókað far til Reykjavíkur þannig að margir sátu veðurtepptir á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. 16.4.2005 00:01 Enginn eigi að segja af sér Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að hann og aðrir ráðherrar beri ábyrgð á því að ákveðið hafi verið að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng á sínum tíma. Hann segir deildar meiningar um hvort ríkið hafi brotið lög, eins og héraðsdómur hefur sagt, Hæstiréttur eigi eftir að fjalla um málið. Hann telur að enginn eigi að segja af sér vegna málsins. 16.4.2005 00:01 Illskiljanleg ákvörðun Heilbrigðisyfirvöld fyrirskipa sameiningu allra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk heilsugæslunnar í Hafnarfirði telur að ákvörðunin gangi þvert gegn fyrri yfirlýsingum heilbrigðisráðherra. Reglugerð um framkvæmd sameiningarinnar hefur ekki verið gefin út. </font /></b /> 16.4.2005 00:01 Settu á svið stórslys í göngum Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni. 16.4.2005 00:01 Tölvupóstur verður dulkóðaður Til skoðunar er að dulkóða tölvupóst á milli starfsmanna ráðuneytanna til að koma í veg fyrir að viðkvæm mál berist til óviðkomandi. Dæmi eru um að mál er varða þjóðaröryggi hafi lent í röngum höndum. 15.4.2005 00:01 Farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan á Akureyri krafðist í gærkvöldi gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þremur mönnum, sem handteknir voru í fyrrakvöld með 350 grömm af hassi í fórum sínum við komuna til Akureyrar frá Reykjavík. Smásöluandvirði hassins gæti numið allt að 900 þúsundum. Tveir mannanna hafa áður gerst brotlegir við lög, meðal annars fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir og hótanir. 15.4.2005 00:01 Handteknir eftir fíkniefnaleit Lögreglan í Kópavogi handtók í nótt tvo menn eftir að fíkniefni fundust við leit í bíl þeirra og við húsleit heima hjá öðrum þeirra. Alls fundust 20 grömm af amfetamíni, 20 e-töflur og 20 grömm af hassi og eru mennirnir grunaðir um að hafa ætlað að selja efnin. Þeim var sleppt undir morgun að yfirheyrslum loknum en rannsókn málsins heldur áfram. 15.4.2005 00:01 Meiddist á fæti í vélsleðaslysi Ung kona slasaðist alvarlega á fæti þegar hún féll af vélsleða nálægt Skriðutindum á hálendinu norður af Laugarvatni laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Hún var í hópi með fimm öðrum vélsleðamönnum og var þegar óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. 15.4.2005 00:01 Hugðust borga lyf með skartgripum Karl og kona í annarlegu ástandi voru handtekin i lyfjaverslun í Kópavogi undir kvöld þar sem fólkið reyndi að greiða fyrir lyf með skartgripum. Strax vaknaði grunur um að þarna væri fólkið sem rændi skartgripum úr verslun við Skólavörðustíg síðdegis og beitti eigandann valdi. 15.4.2005 00:01 Nagladekkin af í dag Framkvæmdasvið Reykjavíkur vekur athygli á því að frá og með deginum í dag er óheimilt að aka á nagladekkjum í borginni og liggja sektir við slíku. Lögregla gengur þó ekki hart fram í að framfylgja banninu fyrstu dagana enda er víða mikið að gera á dekkjaverkstæðum og fólk getur þurft að koma seinna. 15.4.2005 00:01 Tré gróðursett til heiðurs Vigdísi Í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur í dag hefur stjórn Landverndar ákveðið að gróðursetja 75 bjarkir í við fræðasetur samtakanna við Alviðru undir Ingólfsfjalli. Í tilkynningu segir að trén muni mynda Vigdísarrjóður og verða skjól þeim börnum sem í framtíðinni munu sækja fræðslu og útvist í Alviðru, en á hverju ári sækja um 2.000 skólabörn Alviðru heim. 15.4.2005 00:01 Vegagerðin sýknuð af kröfum ÍAV Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Vegagerðina af bótakröfum Íslenskra aðalverktaka og verktakafyrirtækisins NCC sem fyrirtækin gerðu í kjölfar þess að gerð Héðinsfjarðarganga var blásin af á sínum tíma. 15.4.2005 00:01 Meðalverð lóða ríflega 100% hærra Meðalverð á einbýlishúsalóðum í Norðlingaholti var vel á annað hundrað prósentum hærra í tilboðunum, sem opnuð voru í gær, en í tilboðunum í júní í fyrra. Þá er lóðaverð vegna íbúðar í fjölbýlishúsi orðið hærra en einbýlishúsalóð kostaði fyrir nokkrum misserum. 15.4.2005 00:01 Ákærður fyrir manndráp Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp fyrir að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Kópavogi í nóvember í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 15.4.2005 00:01 Í 10 daga gæsluvarðhald Héraðsdómur Norðurlands úrskurðaði fyrir stundu tvo menn í gæsluvarðhald í allt að tíu daga og einn í allt að þrjá daga, en mennirnir voru handteknir í fyrrakvöld með 350 grömm af hassi í fórum sínum við komuna til Akureyrar frá Reykjavík. Smásöluandvirði hassins gæti numið allt að 900 þúsundum. 15.4.2005 00:01 Undrast hlutleysi Ágústs Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tilkynnti í morgun að hann gæfi kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í maí. Ágúst Ólafur er 28 ára og var kjörinn á þing í kosningunum árið 2003. Samfylkingarmenn sem fréttastofa ræddi við í morgun eru undrandi á yfirlýsingum Ágústs um að hann ætli engan að styðja til formannskjörs. 15.4.2005 00:01 Safna fé fyrir börn á Indlandi Árleg söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst í morgun og voru það Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sem hleyptu söfnuninni af stað með táknrænum hætti. Að þessu sinni verður safnað fyrir stórri byggingu á Heimili litlu ljósanna á Indlandi þar sem svefnaðstaða verður fyrir 800 drengi, en áætlaður byggingarkostnaður er um 10 milljónir króna. 15.4.2005 00:01 Athyglin dregin frá kjarna málsins Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að forseti Alþingis hafi beitt gamaldags aðferðafræði í pólitík og dregið athyglina frá kjarna málsins með því að víta hann á þinginu. 15.4.2005 00:01 Hjólbörumálið hluti formannsslags Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi segir sorglegt ef hjólbörumál Ingibjargar Sólrúnar þýði að setja þurfi reglur um að einkanotkun borgarstarfsmanna á tækjum borgarinnar. Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri segir ekkert athugavert í málinu nema afskipti annarra flokka af formannsslag í Samfylkingunni. Össur Skarphéðinsson tjáir sig ekki. 15.4.2005 00:01 Undirbýr leyfi til olíurannsókna Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að veita olíufyrirtækjum leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu á landgrunni Íslands. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra lagði fram greinargerð um málið á ríkisstjórnarfundi í dag og samþykkti ríkisstjórnin áætlun sem gerir ráð fyrir að nauðsynlegum undirbúningi til að bjóða fram leyfi verði lokið í ársbyrjun 2007. 15.4.2005 00:01 Minni afla landað á Ísafirði Mikill samdráttur hefur orðið í lönduðum afla á Ísafirði fyrstu þrjá mánuði ársins, miðað við sömu mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef <em>Bæjarins besta</em> í dag. Þar segir að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi rúmlega 2.700 tonnum verið landað af sjávarfangi á Ísafirði, miðað við rúmlega 4.250 tonn á sama tímabili í fyrra og hljóði samdrátturinn því upp á rúmlega 37 prósent á milli ára. 15.4.2005 00:01 Þúsundir þjást af fótaóeirð "Eins og gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð."Þannig lýsir yfirlæknir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss fótasjúkdómi sem er algengur meðal landsmanna. Umfangsmiki, rannsókn er nú að hefjast á lyfi gegn honum. </font /></b /> 15.4.2005 00:01 Ræða uppsagnir vegna vinnuálags Mikið og langvarandi vinnuálag á starfsfólki Landspítalans hefur orðið til þess að hreyfing er komin á hjúkrunarfræðinga þar. Kvartanir streyma inn til Sjúkaliðafélagins og ljósmæður mæta jafnvel hálflasnar í vinnuna. </font /></b /> 15.4.2005 00:01 Fékk dæmdar dánarbætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Tryggingamiðstöðina til að greiða 25 ára gamalli konu tæplega 11 milljónir króna í vátryggingarbætur vegna andláts sambýlismanns hennar. Maðurinn lést í janúar árið 2000 þar sem hann var í ferðalagi á Spáni en hann og konan höfðu verið í sambúð í Keflavík frá árinu 1998. 15.4.2005 00:01 Hvetja til afgreiðslu frumvarps Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á allsherjarnefnd Alþingis að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni og leyfa Alþingi að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt í samræmi við þingskaparlög en frumvarpið hefur legið óafgreitt hjá nefndinni í hartnær tvö ár. 15.4.2005 00:01 Banna kveikjara í flugi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt bann við því að einstaklingar hafi sígarettukveikjara á sér eða í handfarangri í flugi til og frá Bandaríkjunum. Bannið sem gildir um allar tegundir kveikjara tók gildi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugmálatjórn á Keflavíkurflugvelli. 15.4.2005 00:01 Náið samstarf mikilvægt Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að niðurstaða málþings verkalýðshreyfingarinnar um ólöglegt erlent vinnuafl hafi verið sú að samstarf verkalýðshreyfingarinnar og samtaka á almennum vinnumarkaði við stjórnvöl sé mikilvægt. 15.4.2005 00:01 Auka kvóta til jafns við Norðmenn Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. 15.4.2005 00:01 Verðstríð á tímaritamarkaði Verðstríð virðist hafið tímaritamarkaðnum hér á landi eftir að Office One tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið sölu á erlendum tímaritum á mun lægra verði en áður hefur tíðkast. Í dag tilkynnti Griffill í Skeifunni að verslunin ætlaði að taka þátt í verðstríðinu. 15.4.2005 00:01 Útgerð Sólbaks braut samninga Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Útgerðarfélagið Sólbakur hefði brotið gegn ákvæðum kjarasamninga Landssambands íslenskra útvegsmanna og Vélstjórafélags Íslands þegar vélstjórar skipsins fengu ekki 30 klukkustunda hafnarfrí eftir löndun á Eskifirði í september á síðasta ári. 15.4.2005 00:01 Tornæmur maður í fangelsi Tvítugur fangi á Litla-Hrauni situr hálfu ári lengur inni þar sem Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms. Fanginn er dæmdur í eitt og hálft ár þrátt fyrir að sálfræðingur telji greind mannsins "á sviði tornæmis" og að hann hafi veruleg frávik í þroska. 15.4.2005 00:01 Svanhildur hæf fyrir borgina Kærunefnd jafnréttismála telur ekki efni til að líta svo á að Reykjavíkurborg hafi brotið jafnréttislög þegar borgin réð Svanhildi Konráðsdóttur í starf sviðstjóra menningar- og ferðamálasviðs. 15.4.2005 00:01 Mannréttindi barna brotin Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms og fólki er leyft að skrá lögheimili sitt í sumarhúsum. Fimm manna fjölskylda hefur búið í slíku húsi í rúmt ár. Börnin fengu ekki skólavist í heila önn. Faðirinn segir mannréttindi barnanna hafa verið brotin.</font /></b /> 15.4.2005 00:01 Skal fá aðgang að heimtaugum Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssímanum hafi verið óheimilt að synja Og Vodafone um aðgang að heimtaugum í grunnneti. Fyrirtækið hefur síðastliðna þrjá mánuði leitast við að fá afgreiddar beiðnir um aðgang að heimtaugum vegna viðskiptavina Margmiðlunar, en Og Vodafone og Margmiðlun sameinuðust í október 2004. 15.4.2005 00:01 Kaupa Símann út á landi "Sveitarstjórnir landsins ættu að láta þau skilaboð ganga til íbúa sinna að ef þeir kaupi hlut í Símanum að þá muni sveitarfélag hans setja sömu upphæð til slíkra hlutarbréfafékaupa." Þetta er mat Hauks Más Sigurðssonar fyrrum forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og núverandi varamanns í bæjarstjórn. </font /> 15.4.2005 00:01 Ætlaði ekki að bana Sæunni Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. 15.4.2005 00:01 Hafi tíma til að skila inn tilboði Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu. 15.4.2005 00:01 Hvalfjarðargöng lokuð á morgun Hvalfjarðargöngin verða lokuð á morgun frá klukkan átta til þrjú síðdegis vegna almannavarnaæfingar. Hægt verður að aka fyrir Hvalfjörðinn eins og aðra daga. 15.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Segir alla sitja við sama borð Yfir 30 áhugasamir kaupendur hafa þegar fengið eða fá á næstu dögum tilboðsgögn í tengslum við sölu Símans. Formaður einkavæðingarnefndar segir alla sitja við sama borð. 16.4.2005 00:01
Óprýði af rusli af Norðlingaholti Heldur ófögur sjón blasti við vegfarendum á Breiðholtsbrautinni á milli Selásbrautar og Suðurlandsvegar í dag. Verktakar sem byggja hús í nýja hverfinu við Norðlingaholt virðast ekki hafa gengið nægilega vel frá plastumbúðum sem fuku í rokinu í morgun og liggja nú eins og hráviði í gróðrinum í nágrenninu. 16.4.2005 00:01
Handtekinn eftir ólæti í flugvél Sex íslenskir farþegar voru færðir í hendur lögreglu og var einn þeirra handtekinn við komuna til Kaupmannahafnar í morgun eftir að flugstjóri Iceland Express hafði gert lögreglu viðvart. Farþegarnir höfðu hótað hver öðrum og meðlimum í áhöfn vélarinnar líkamsmeiðingum. 16.4.2005 00:01
Gagnrýndi ómálefnalega umræðu Tími Ingibjörgar Sólrúnar sem leiðtogi Samfylkingarinnar er ekki kominn sagði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, á opnum stjórnmálafundi á Akureyri í dag. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi Össur og stuðningsmenn hans fyrir ómálefnalega umræðu. 16.4.2005 00:01
Gagnrýni ákvæði um RÚV Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segist ekki sjá nein rök fyrir ákvæði í frumvarpi að nýjum lögum um Ríkisútvarpið, þar sem kveðið er á um að stjórn stofnunarinnar eigi að setja reglur um fréttaflutning og auglýsingar og gæta þess að reglum sé fylgt. 16.4.2005 00:01
Ísland verið fremst í fjarskiptum Ísland kemst í fremstu röð í heiminum í upplýsingatækni og fjarskiptum með fimm ára fjarskiptaáætlun sem hefst í ár. Með henni á að bæta sjónvarps- og útvarpssendingar til dreifðra byggða og sjómanna auk þess sem farsímakerfið verður eflt og háhraðatengingu komið upp um allt land. 16.4.2005 00:01
Hótuðu farþegum líkamsmeiðingum Sex íslenskir farþegar létu illum látum í borð um Iceland Express-flugvél sem var á leið til Kaupmannahafanar. Þeir hótuðu hver öðrum og öðrum farþegum líkamsmeiðingum. Flugstjórinn gerði yfirvöldum á Kastrup-flugvelli viðvart og var einn farþeganna handtekinn við komuna þangað. 16.4.2005 00:01
Margir urðu strandaglópar Allt innanlandsflug lá niðri í gær vegna vonskuveðurs á Suður- og Vesturlandi. Rúmlega 300 farþegar sem áttu bókað flugfar frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða eða Ísafjarðar urðu að fresta ferðum sínum. Einnig áttu rúmlega þrjú hundruð farþegar bókað far til Reykjavíkur þannig að margir sátu veðurtepptir á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. 16.4.2005 00:01
Enginn eigi að segja af sér Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að hann og aðrir ráðherrar beri ábyrgð á því að ákveðið hafi verið að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng á sínum tíma. Hann segir deildar meiningar um hvort ríkið hafi brotið lög, eins og héraðsdómur hefur sagt, Hæstiréttur eigi eftir að fjalla um málið. Hann telur að enginn eigi að segja af sér vegna málsins. 16.4.2005 00:01
Illskiljanleg ákvörðun Heilbrigðisyfirvöld fyrirskipa sameiningu allra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk heilsugæslunnar í Hafnarfirði telur að ákvörðunin gangi þvert gegn fyrri yfirlýsingum heilbrigðisráðherra. Reglugerð um framkvæmd sameiningarinnar hefur ekki verið gefin út. </font /></b /> 16.4.2005 00:01
Settu á svið stórslys í göngum Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni. 16.4.2005 00:01
Tölvupóstur verður dulkóðaður Til skoðunar er að dulkóða tölvupóst á milli starfsmanna ráðuneytanna til að koma í veg fyrir að viðkvæm mál berist til óviðkomandi. Dæmi eru um að mál er varða þjóðaröryggi hafi lent í röngum höndum. 15.4.2005 00:01
Farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan á Akureyri krafðist í gærkvöldi gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þremur mönnum, sem handteknir voru í fyrrakvöld með 350 grömm af hassi í fórum sínum við komuna til Akureyrar frá Reykjavík. Smásöluandvirði hassins gæti numið allt að 900 þúsundum. Tveir mannanna hafa áður gerst brotlegir við lög, meðal annars fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir og hótanir. 15.4.2005 00:01
Handteknir eftir fíkniefnaleit Lögreglan í Kópavogi handtók í nótt tvo menn eftir að fíkniefni fundust við leit í bíl þeirra og við húsleit heima hjá öðrum þeirra. Alls fundust 20 grömm af amfetamíni, 20 e-töflur og 20 grömm af hassi og eru mennirnir grunaðir um að hafa ætlað að selja efnin. Þeim var sleppt undir morgun að yfirheyrslum loknum en rannsókn málsins heldur áfram. 15.4.2005 00:01
Meiddist á fæti í vélsleðaslysi Ung kona slasaðist alvarlega á fæti þegar hún féll af vélsleða nálægt Skriðutindum á hálendinu norður af Laugarvatni laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Hún var í hópi með fimm öðrum vélsleðamönnum og var þegar óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. 15.4.2005 00:01
Hugðust borga lyf með skartgripum Karl og kona í annarlegu ástandi voru handtekin i lyfjaverslun í Kópavogi undir kvöld þar sem fólkið reyndi að greiða fyrir lyf með skartgripum. Strax vaknaði grunur um að þarna væri fólkið sem rændi skartgripum úr verslun við Skólavörðustíg síðdegis og beitti eigandann valdi. 15.4.2005 00:01
Nagladekkin af í dag Framkvæmdasvið Reykjavíkur vekur athygli á því að frá og með deginum í dag er óheimilt að aka á nagladekkjum í borginni og liggja sektir við slíku. Lögregla gengur þó ekki hart fram í að framfylgja banninu fyrstu dagana enda er víða mikið að gera á dekkjaverkstæðum og fólk getur þurft að koma seinna. 15.4.2005 00:01
Tré gróðursett til heiðurs Vigdísi Í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur í dag hefur stjórn Landverndar ákveðið að gróðursetja 75 bjarkir í við fræðasetur samtakanna við Alviðru undir Ingólfsfjalli. Í tilkynningu segir að trén muni mynda Vigdísarrjóður og verða skjól þeim börnum sem í framtíðinni munu sækja fræðslu og útvist í Alviðru, en á hverju ári sækja um 2.000 skólabörn Alviðru heim. 15.4.2005 00:01
Vegagerðin sýknuð af kröfum ÍAV Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Vegagerðina af bótakröfum Íslenskra aðalverktaka og verktakafyrirtækisins NCC sem fyrirtækin gerðu í kjölfar þess að gerð Héðinsfjarðarganga var blásin af á sínum tíma. 15.4.2005 00:01
Meðalverð lóða ríflega 100% hærra Meðalverð á einbýlishúsalóðum í Norðlingaholti var vel á annað hundrað prósentum hærra í tilboðunum, sem opnuð voru í gær, en í tilboðunum í júní í fyrra. Þá er lóðaverð vegna íbúðar í fjölbýlishúsi orðið hærra en einbýlishúsalóð kostaði fyrir nokkrum misserum. 15.4.2005 00:01
Ákærður fyrir manndráp Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp fyrir að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Kópavogi í nóvember í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 15.4.2005 00:01
Í 10 daga gæsluvarðhald Héraðsdómur Norðurlands úrskurðaði fyrir stundu tvo menn í gæsluvarðhald í allt að tíu daga og einn í allt að þrjá daga, en mennirnir voru handteknir í fyrrakvöld með 350 grömm af hassi í fórum sínum við komuna til Akureyrar frá Reykjavík. Smásöluandvirði hassins gæti numið allt að 900 þúsundum. 15.4.2005 00:01
Undrast hlutleysi Ágústs Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tilkynnti í morgun að hann gæfi kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í maí. Ágúst Ólafur er 28 ára og var kjörinn á þing í kosningunum árið 2003. Samfylkingarmenn sem fréttastofa ræddi við í morgun eru undrandi á yfirlýsingum Ágústs um að hann ætli engan að styðja til formannskjörs. 15.4.2005 00:01
Safna fé fyrir börn á Indlandi Árleg söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst í morgun og voru það Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sem hleyptu söfnuninni af stað með táknrænum hætti. Að þessu sinni verður safnað fyrir stórri byggingu á Heimili litlu ljósanna á Indlandi þar sem svefnaðstaða verður fyrir 800 drengi, en áætlaður byggingarkostnaður er um 10 milljónir króna. 15.4.2005 00:01
Athyglin dregin frá kjarna málsins Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að forseti Alþingis hafi beitt gamaldags aðferðafræði í pólitík og dregið athyglina frá kjarna málsins með því að víta hann á þinginu. 15.4.2005 00:01
Hjólbörumálið hluti formannsslags Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi segir sorglegt ef hjólbörumál Ingibjargar Sólrúnar þýði að setja þurfi reglur um að einkanotkun borgarstarfsmanna á tækjum borgarinnar. Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri segir ekkert athugavert í málinu nema afskipti annarra flokka af formannsslag í Samfylkingunni. Össur Skarphéðinsson tjáir sig ekki. 15.4.2005 00:01
Undirbýr leyfi til olíurannsókna Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að veita olíufyrirtækjum leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu á landgrunni Íslands. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra lagði fram greinargerð um málið á ríkisstjórnarfundi í dag og samþykkti ríkisstjórnin áætlun sem gerir ráð fyrir að nauðsynlegum undirbúningi til að bjóða fram leyfi verði lokið í ársbyrjun 2007. 15.4.2005 00:01
Minni afla landað á Ísafirði Mikill samdráttur hefur orðið í lönduðum afla á Ísafirði fyrstu þrjá mánuði ársins, miðað við sömu mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef <em>Bæjarins besta</em> í dag. Þar segir að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi rúmlega 2.700 tonnum verið landað af sjávarfangi á Ísafirði, miðað við rúmlega 4.250 tonn á sama tímabili í fyrra og hljóði samdrátturinn því upp á rúmlega 37 prósent á milli ára. 15.4.2005 00:01
Þúsundir þjást af fótaóeirð "Eins og gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð."Þannig lýsir yfirlæknir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss fótasjúkdómi sem er algengur meðal landsmanna. Umfangsmiki, rannsókn er nú að hefjast á lyfi gegn honum. </font /></b /> 15.4.2005 00:01
Ræða uppsagnir vegna vinnuálags Mikið og langvarandi vinnuálag á starfsfólki Landspítalans hefur orðið til þess að hreyfing er komin á hjúkrunarfræðinga þar. Kvartanir streyma inn til Sjúkaliðafélagins og ljósmæður mæta jafnvel hálflasnar í vinnuna. </font /></b /> 15.4.2005 00:01
Fékk dæmdar dánarbætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Tryggingamiðstöðina til að greiða 25 ára gamalli konu tæplega 11 milljónir króna í vátryggingarbætur vegna andláts sambýlismanns hennar. Maðurinn lést í janúar árið 2000 þar sem hann var í ferðalagi á Spáni en hann og konan höfðu verið í sambúð í Keflavík frá árinu 1998. 15.4.2005 00:01
Hvetja til afgreiðslu frumvarps Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á allsherjarnefnd Alþingis að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni og leyfa Alþingi að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt í samræmi við þingskaparlög en frumvarpið hefur legið óafgreitt hjá nefndinni í hartnær tvö ár. 15.4.2005 00:01
Banna kveikjara í flugi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt bann við því að einstaklingar hafi sígarettukveikjara á sér eða í handfarangri í flugi til og frá Bandaríkjunum. Bannið sem gildir um allar tegundir kveikjara tók gildi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugmálatjórn á Keflavíkurflugvelli. 15.4.2005 00:01
Náið samstarf mikilvægt Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að niðurstaða málþings verkalýðshreyfingarinnar um ólöglegt erlent vinnuafl hafi verið sú að samstarf verkalýðshreyfingarinnar og samtaka á almennum vinnumarkaði við stjórnvöl sé mikilvægt. 15.4.2005 00:01
Auka kvóta til jafns við Norðmenn Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. 15.4.2005 00:01
Verðstríð á tímaritamarkaði Verðstríð virðist hafið tímaritamarkaðnum hér á landi eftir að Office One tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið sölu á erlendum tímaritum á mun lægra verði en áður hefur tíðkast. Í dag tilkynnti Griffill í Skeifunni að verslunin ætlaði að taka þátt í verðstríðinu. 15.4.2005 00:01
Útgerð Sólbaks braut samninga Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Útgerðarfélagið Sólbakur hefði brotið gegn ákvæðum kjarasamninga Landssambands íslenskra útvegsmanna og Vélstjórafélags Íslands þegar vélstjórar skipsins fengu ekki 30 klukkustunda hafnarfrí eftir löndun á Eskifirði í september á síðasta ári. 15.4.2005 00:01
Tornæmur maður í fangelsi Tvítugur fangi á Litla-Hrauni situr hálfu ári lengur inni þar sem Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms. Fanginn er dæmdur í eitt og hálft ár þrátt fyrir að sálfræðingur telji greind mannsins "á sviði tornæmis" og að hann hafi veruleg frávik í þroska. 15.4.2005 00:01
Svanhildur hæf fyrir borgina Kærunefnd jafnréttismála telur ekki efni til að líta svo á að Reykjavíkurborg hafi brotið jafnréttislög þegar borgin réð Svanhildi Konráðsdóttur í starf sviðstjóra menningar- og ferðamálasviðs. 15.4.2005 00:01
Mannréttindi barna brotin Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms og fólki er leyft að skrá lögheimili sitt í sumarhúsum. Fimm manna fjölskylda hefur búið í slíku húsi í rúmt ár. Börnin fengu ekki skólavist í heila önn. Faðirinn segir mannréttindi barnanna hafa verið brotin.</font /></b /> 15.4.2005 00:01
Skal fá aðgang að heimtaugum Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssímanum hafi verið óheimilt að synja Og Vodafone um aðgang að heimtaugum í grunnneti. Fyrirtækið hefur síðastliðna þrjá mánuði leitast við að fá afgreiddar beiðnir um aðgang að heimtaugum vegna viðskiptavina Margmiðlunar, en Og Vodafone og Margmiðlun sameinuðust í október 2004. 15.4.2005 00:01
Kaupa Símann út á landi "Sveitarstjórnir landsins ættu að láta þau skilaboð ganga til íbúa sinna að ef þeir kaupi hlut í Símanum að þá muni sveitarfélag hans setja sömu upphæð til slíkra hlutarbréfafékaupa." Þetta er mat Hauks Más Sigurðssonar fyrrum forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og núverandi varamanns í bæjarstjórn. </font /> 15.4.2005 00:01
Ætlaði ekki að bana Sæunni Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. 15.4.2005 00:01
Hafi tíma til að skila inn tilboði Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu. 15.4.2005 00:01
Hvalfjarðargöng lokuð á morgun Hvalfjarðargöngin verða lokuð á morgun frá klukkan átta til þrjú síðdegis vegna almannavarnaæfingar. Hægt verður að aka fyrir Hvalfjörðinn eins og aðra daga. 15.4.2005 00:01