Fleiri fréttir Bæjarstjóri bíður með brosið "Ég bíð með brosið þangað til ráðherra tilkynnir þetta formlega á laugardaginn kemur," segir Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði. 17.3.2005 00:01 Leitar réttar síns "Ég þarf nauðsynlega á vitnum að halda sem sáu atvikið og eru reiðubúin að koma fram þó að langt sé um liðið," segir Kjartan Lilliendahl byggingatæknifræðingur. Hann slasaðist illa í árekstri við ungan mann í Skautahöllinni í Laugardal í mars árið 2000 með þeim afleiðingum að hann hrygg- og rifbeinsbrotnaði. 17.3.2005 00:01 Lyfjanotkun drengja fjórfalt meiri Á annað þúsund barna á aldrinum eins til fjórtán ára er á lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni. Notkun drengja er fjórfalt meiri en stúlkna. 17.3.2005 00:01 Fengu helmingi minna en vildu <>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. 17.3.2005 00:01 Sjúkrabílnum snúið við Bróðir ungs karlmanns sem lést af ofneyslu lyfja telur að Neyðarlínan hafi brugðist skyldu sinni þegar hætt var við að senda sjúkrabíl eftir honum, eftir að hann hafði afþakkað aðstoð. Hann lést nokkrum klukkustundum síðar. 17.3.2005 00:01 Fjárhættuspil á íslenskri vefsíðu Vefsíða á íslensku hefur verið opnuð þar sem hægt er að spila fjárhættuspil upp á stórar upphæðir. Að hafa atvinnu af fjárhættuspili varðar við íslensk lög en eigendur síðunnar telja hana ekki ólöglega þar sem fyrirtækið á bak við hana er breskt. 17.3.2005 00:01 Kvikmyndafyrirtæki fari á hausinn Forstjóri Saga Film óttast að sjálfstæð fyrirtæki á sviði kvikmynda- og auglýsingaframleiðslu neyðist til þess að leggja upp laupana, verði frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið óbreytt að lögum. 17.3.2005 00:01 Geta leitað til foreldraþjálfara Foreldrar sem vita ekki hvernig þeir eiga að ala börnin sín upp geta nú leitað til sérstakra „foreldraþjálfara“. Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri segir foreldra eiga að leita aðstoðar alls staðar þar sem þeim dettur í hug en að þeir geri sér grein fyrir því hver veiti hjálpina. 17.3.2005 00:01 Prófkvíðanámskeið í skólum Að hugsa jákvætt, slaka á og brosa er meðal þess sem kennt er á sérstökum prófkvíðanámskeiðum í grunn- og framhaldsskólum. Fjöldi nemenda hefur sótt námskeiðin, enda hefur komið í ljós að vanlíðan og streita hrjáir marga fyrir prófin. 17.3.2005 00:01 Kristín kjörin rektor HÍ Kristín Ingólfsdóttir prófessor hefur verið kjörinn rektor Háskóla Íslands. "Mér er efst í huga þakklæti fyrir þennan mikla stuðning sem ég hef fengið og þakklæti til þess fólks sem hefur unnið með mér í aðdraganda kosninganna," sagði Kristín Ingólfsdóttir í samtali við Fréttablaðið. 17.3.2005 00:01 Segja RÚV styrkt í samkeppninni Ríkisútvarpinu eru ekki lagðar meiri skyldur á herðar en einkafjölmiðlunum í nýju frumvarpi þrátt fyrir að fá á þriðja milljarð í styrk frá ríkinu segja forsvarsmenn einkafjölmiðlanna. Það sé eins og ef Landspítalinn þyrfti ekki að sinna sjúkum. Ríkisútvarpið tapi í raun að keppa á auglýsingamarkaði. 17.3.2005 00:01 Deilt um takmörkun eignarhalds Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra hefur ekki komist að niðurstöðu um hversu strangar takmarkanir eigi að setja á eignarhald markaðsráðandi fyrirtækja á fjölmiðlum. Hugmyndir eru frá því að setja ekkert bann til þess að hafa sömu takmarkanir og í fjölmiðlafrumvarpinu á síðasta ári. 17.3.2005 00:01 Gjaldfrjáls leikskóladvöl Reykjavíkurborg hyggst veita öllum leikskólabörnum í borginni tveggja stunda gjaldfrjálsa vistun á næsta ári. Borgarstjóri kynnti í dag áætlun sem miðar að því að öll reykvísk leikskólabörn njóti sjö stunda gjaldfrjálsrar leikskóladvalar. 17.3.2005 00:01 Fær frelsi með íslensku ríkisfangi Japanar myndu veita Bobby Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang. Þetta sagði Masaharu Miura, yfirmaður útlendingaeftirlitsins í Japan, í morgun. 16.3.2005 00:01 Loðnuvertíðinni lokið Loðnuvertíðinni lauk í nótt þrátt fyrir að rúmlega 180 þúsund tonn væru eftir af kvótanum. Það er þó ekki svo að sjómenn hafi ekki nennt þessu lengur, heldur kom í ljós um helgina að hrygningu var að ljúka en loðnan drepst að henni lokinni og fellur til botns. 16.3.2005 00:01 Vegið að rótum íslensks iðnaðar Bæjarstjórn Akureyrar skorar á fjármála-, dómsmála- og iðnaðarráðherra um að beita sér fyrir því að ákvörðun Ríkiskaupa, um að láta gera endurbætur á tveimur varðskipum í Póllandi í stað Slippstöðvarinnar á Akureyri, verði endurskoðuð. Með þessu verklagi sé vegið að rótum íslensks iðnaðar. 16.3.2005 00:01 500 nýjar íbúðir í miðbænum Gert er ráð fyrir 500 nýjum íbúðum og 15 þúsund fermetrum í atvinnuhúsnæði í tillögum að nýju skipulagi fyrir Mýrargötu- og slippasvæðið ofan við vesturhöfnina í Reykjavík. Í tillögunum er reiknað með þriggja til fimm hæða íbúðahúsabyggð, bílastæðahúsum og að Mýrargatan verði lögð í þriggja akreina neðanjarðarstokk. 16.3.2005 00:01 Bjargað af vélarvana báti Björgunarskip frá Rifi kom tveggja manna áhöfn á Portlandi SH til aðstoðar í nótt þar sem trillan var vélarvana á reki undan Öndverðarnesi á Snæfellsnesi í nótt. 16.3.2005 00:01 Siglingaleiðin enn illfær Enn er mikill hafís fyrir Norðurlandi og er siglingaleiðin fyrir Horn illfær. Flugvél Landhelgisgæslunnar fer í ískönnunarflug í dag og flýgur þá með öllu Norðurlandi og fer með ísröndinni. 16.3.2005 00:01 Beðið eftir krufningarskýrslum Málsgögn vegna manndrápsmálanna í Keflavík og Mosfellsbæ frá síðasta ári hafa ekki enn verið send ríkissaksóknara. Beðið er eftir krufningarskýrslu í báðum málunum en búist er við að málsgögn verði send ríkissaksóknara í næsta mánuði. 16.3.2005 00:01 Ástþór ákærður fyrir eignaspjöll Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi með meiru, hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll. Honum er gefið að sök að hafa í september síðastliðnum tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist. 16.3.2005 00:01 Hlýnandi veður og blautt færi Hlýnandi veðri er spáð um allt land eitthvað fram í næstu viku. Um helgina verður milt veður og hægur vindur. Því eru líkur á ágætis veðri en blautu færi fyrir skíðamenn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. 16.3.2005 00:01 Veðhæfni nýlegra bíla lækkar óvænt Veðhæfni á nýlegum bílum hefur óvænt lækkað ef þeir eru sömu gerðar og nýir bílar, sem bílaumboðið Ingvar Helgason lækkaði nýverið í verði til samræmis við gengisþróun. 16.3.2005 00:01 Málið rætt í allsherjarnefnd? Allsherjarnefnd fundar á morgun en ekki liggur fyrir hvort að mál Bobby Fischers verður þar rætt. Eins og greint var frá í morgun myndu Japanar veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins. 16.3.2005 00:01 Dæmdur í 14 mánaða fangelsi Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að hafa stolið tæplega 30 bifreiðum, skemmt sumar þeirra og stolið úr þeim. Maðurinn hefur hlotið dóma áður og rauf skilorð með þessu. 16.3.2005 00:01 Ríkisborgararéttur fyrir Fischer? Ríkisborgararéttur til handa Bobby Fischer er á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið. Fjórir stuðningsmenn Fischers eru boðaðir á fund nefndarinnar. Fulltrúi í nefndinni kveðst ekki geta túlkað þetta öðruvísi en svo að samstaða sé um að veita Fishcer ríkisborgararétt. 16.3.2005 00:01 Íslendingar nota mest af raforku Aukning raforkunotkunar Íslendinga á síðasta ári er sú mesta í tæpa tvo áratugi. Raforkunotkun á íbúa er sú mesta í heiminum hér á landi og á síðasta ári notaði hver Íslendingur að meðaltali 29.500 kílóvattstundir af raforku. 16.3.2005 00:01 Hjálmar fékk engar upplýsingar "Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur hjá Hjálmari eða óheppilegt orðalag," sagði Pétur Gunnarsson fulltrúi Framsóknarflokksins í útvarpsráði, spurður um ummæli Hjálmars Árnasonar alþingismanns í Íslandi í dag á Stöð 2 í mánudagskvöld. Þar sagði Hjálmar að Pétur hafi byggt sína ákvörðun um ráðningu fréttastjóra Útvarps á tilteknum persónuupplýsingum. 16.3.2005 00:01 Ný áfengismeðferð á Teigi Áfengissjúklingar sem leita aðstoðar á Teigi, meðferðardeild Landspítala háskólasjúkrahúss, geta nú valið úr meðferðarúræðum sem þar standa til boða, að sögn Bjarna Össurarsonar yfirlæknis. 16.3.2005 00:01 Mótmæli við Alþingishúsið Klukkan hálf sex hefjast mótmæli fyrir framan Alþingishúsið þar sem handtöku ítalska arkitektanemans Luigi Sposito verður mótmælt. Sposito var handtekinn þann 4. mars síðastliðinn eftir að hafa tekið myndir af Alþingishúsinu. 16.3.2005 00:01 Fimmtungur í útsvar Tuttugu prósent af kostnaði við viðgerðir skipa hérlendis skila sér aftur til opinberra aðila. Afleidd velta tengdra greina er áætluð um 40 prósent. Þetta kemur fram í sameiginlegri skýslu fullrúa iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Samtaka Iðnaðarins sem birt var í síðasta mánuði. 16.3.2005 00:01 Sex milljónir að sigla út Áætlað er að það muni samtals kosta 5,8 milljónir að sigla með Tý og Ægi til Póllands til viðgerða, að sögn Guðmundar I. Guðmunssonar yfirlögfræðings ríkiskaupa. Segir hann að útreikningurinn komi frá Landhelgisgæslunni og sé byggð á reynslu hennar við siglingar úr landi. 16.3.2005 00:01 Stúlkan útskrifuð af spítalanum Stúlkan sem féll af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishúss í Reykjavík í janúar hefur verið útskrifuð af Barnaspítala Hringsins. Litla stúlkan er fimm ára og er líðan hennar ágæt að sögn lækna. Stúlkan klifraði yfir svalahandrið og féll til jarðar. 16.3.2005 00:01 Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. 16.3.2005 00:01 Skreytir sig með vafasömum fjöðrum Olís er vinsælasta fyrirtækið í smásölu samkvæmt svokallaðri Ánægjuvog Gallups og fagnar mjög. FÍB telur hins vegar að fyrirtækið skreyti sig með vafasömum fjöðrum, enda hafi könnuninni lokið um mánuði áður en samráðsskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út. 16.3.2005 00:01 Þrautaganga Fischers Allsherjarnefnd Alþingis hefur samþykkt að veita ríkisborgararétt til handa Fischer. Hér koma helstu punktar í baráttu Fischers fyrir frelsi. 16.3.2005 00:01 Funda um ríkisborgararétt Fischers Ríkisborgararéttur skákmeistarans Bobbys Fischer verður tekinn fyrir á fundi allsherjarnefndar Alþingis nú fyrir hádegi og vonast stuðningsmenn hans til þess að Fischer fái nú loksins íslenskan ríkisborgararétt með hraði. 16.3.2005 00:01 Ísland toppar í tækninni Ísland stekkur úr tíunda sæti í annað á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir 104 þjóðir heims sem nýta nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni vel. 16.3.2005 00:01 Samningur undir væntingum Félagsmálaráðherra kynnir niðurstöðu tekjustofnanefndar ríkis og sveitarfélaga fyrir Alþingi í dag. 16.3.2005 00:01 Brugðist við erlendum kvörtunum Dómsmálaráðherra skoðar að afnema einkaleyfi Happdrætti háskóla Íslands til peningaverðlauna. Hann hefur kynnt ríkisstjórninni hugmyndir sínar um heildarendurskoðun á reglum um happdrætti og hlutaveltur. 16.3.2005 00:01 Sérsamningar skólanna slá í gegn Reykjavíkurborg ætlar að gera sérsamning við kennara í Norðlingaholti. Garðabær hefur þegar lagt drög að sérsamningi fyrir samstarfsnefnd KÍ og launanefndarinnar. Fimm grunnskólar í Reykjavík hafa sýnt sérsamningum áhuga. </font /></b /> 16.3.2005 00:01 Siglingaleiðin fyrir Horn lokuð Siglingaleiðin fyrir Horn er lokuð og allar víkur frá Gjögri að Hornbjargi fullar af ís. Landhelgisgæslan kannaði hafísinn í dag og eru ísspangir víða fyrir norðan land. 16.3.2005 00:01 Mótmæltu handtöku arkitektúrnemans Um fimmtán manns mættu við Alþingishúsið síðdegis með trefla fyrir vitum sér og ljósmynduðu húsið og teiknuðu í gríð og erg. Þarna var um að ræða mótmæli vegna handtöku ítalska ferðamannsins sem lögregla hneppti í varðhald vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. 16.3.2005 00:01 Raforkunotkun mest á Íslandi Raforkunotkun Íslendinga er sú mesta í heiminum og notaði hver íbúi að meðaltal 29.500 kílóvattsstundir af raforku á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Orkuspánefnd. Þá var aukning á almennri forgangsnotkun sú mesta í 20 ár eða frá 1987. 16.3.2005 00:01 Slippasvæði tilbúið 2010 Uppbygging Mýrargötu og slippasvæðis gæti verið lokið árið 2010 ef tillögur að rammaskipulagi verður að veruleika. Tillögurnar voru kynntar í gær á vel sóttum kynningarfundi í gamla Búrhúsinu við Grandagarð. 16.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bæjarstjóri bíður með brosið "Ég bíð með brosið þangað til ráðherra tilkynnir þetta formlega á laugardaginn kemur," segir Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði. 17.3.2005 00:01
Leitar réttar síns "Ég þarf nauðsynlega á vitnum að halda sem sáu atvikið og eru reiðubúin að koma fram þó að langt sé um liðið," segir Kjartan Lilliendahl byggingatæknifræðingur. Hann slasaðist illa í árekstri við ungan mann í Skautahöllinni í Laugardal í mars árið 2000 með þeim afleiðingum að hann hrygg- og rifbeinsbrotnaði. 17.3.2005 00:01
Lyfjanotkun drengja fjórfalt meiri Á annað þúsund barna á aldrinum eins til fjórtán ára er á lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni. Notkun drengja er fjórfalt meiri en stúlkna. 17.3.2005 00:01
Fengu helmingi minna en vildu <>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. 17.3.2005 00:01
Sjúkrabílnum snúið við Bróðir ungs karlmanns sem lést af ofneyslu lyfja telur að Neyðarlínan hafi brugðist skyldu sinni þegar hætt var við að senda sjúkrabíl eftir honum, eftir að hann hafði afþakkað aðstoð. Hann lést nokkrum klukkustundum síðar. 17.3.2005 00:01
Fjárhættuspil á íslenskri vefsíðu Vefsíða á íslensku hefur verið opnuð þar sem hægt er að spila fjárhættuspil upp á stórar upphæðir. Að hafa atvinnu af fjárhættuspili varðar við íslensk lög en eigendur síðunnar telja hana ekki ólöglega þar sem fyrirtækið á bak við hana er breskt. 17.3.2005 00:01
Kvikmyndafyrirtæki fari á hausinn Forstjóri Saga Film óttast að sjálfstæð fyrirtæki á sviði kvikmynda- og auglýsingaframleiðslu neyðist til þess að leggja upp laupana, verði frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið óbreytt að lögum. 17.3.2005 00:01
Geta leitað til foreldraþjálfara Foreldrar sem vita ekki hvernig þeir eiga að ala börnin sín upp geta nú leitað til sérstakra „foreldraþjálfara“. Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri segir foreldra eiga að leita aðstoðar alls staðar þar sem þeim dettur í hug en að þeir geri sér grein fyrir því hver veiti hjálpina. 17.3.2005 00:01
Prófkvíðanámskeið í skólum Að hugsa jákvætt, slaka á og brosa er meðal þess sem kennt er á sérstökum prófkvíðanámskeiðum í grunn- og framhaldsskólum. Fjöldi nemenda hefur sótt námskeiðin, enda hefur komið í ljós að vanlíðan og streita hrjáir marga fyrir prófin. 17.3.2005 00:01
Kristín kjörin rektor HÍ Kristín Ingólfsdóttir prófessor hefur verið kjörinn rektor Háskóla Íslands. "Mér er efst í huga þakklæti fyrir þennan mikla stuðning sem ég hef fengið og þakklæti til þess fólks sem hefur unnið með mér í aðdraganda kosninganna," sagði Kristín Ingólfsdóttir í samtali við Fréttablaðið. 17.3.2005 00:01
Segja RÚV styrkt í samkeppninni Ríkisútvarpinu eru ekki lagðar meiri skyldur á herðar en einkafjölmiðlunum í nýju frumvarpi þrátt fyrir að fá á þriðja milljarð í styrk frá ríkinu segja forsvarsmenn einkafjölmiðlanna. Það sé eins og ef Landspítalinn þyrfti ekki að sinna sjúkum. Ríkisútvarpið tapi í raun að keppa á auglýsingamarkaði. 17.3.2005 00:01
Deilt um takmörkun eignarhalds Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra hefur ekki komist að niðurstöðu um hversu strangar takmarkanir eigi að setja á eignarhald markaðsráðandi fyrirtækja á fjölmiðlum. Hugmyndir eru frá því að setja ekkert bann til þess að hafa sömu takmarkanir og í fjölmiðlafrumvarpinu á síðasta ári. 17.3.2005 00:01
Gjaldfrjáls leikskóladvöl Reykjavíkurborg hyggst veita öllum leikskólabörnum í borginni tveggja stunda gjaldfrjálsa vistun á næsta ári. Borgarstjóri kynnti í dag áætlun sem miðar að því að öll reykvísk leikskólabörn njóti sjö stunda gjaldfrjálsrar leikskóladvalar. 17.3.2005 00:01
Fær frelsi með íslensku ríkisfangi Japanar myndu veita Bobby Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang. Þetta sagði Masaharu Miura, yfirmaður útlendingaeftirlitsins í Japan, í morgun. 16.3.2005 00:01
Loðnuvertíðinni lokið Loðnuvertíðinni lauk í nótt þrátt fyrir að rúmlega 180 þúsund tonn væru eftir af kvótanum. Það er þó ekki svo að sjómenn hafi ekki nennt þessu lengur, heldur kom í ljós um helgina að hrygningu var að ljúka en loðnan drepst að henni lokinni og fellur til botns. 16.3.2005 00:01
Vegið að rótum íslensks iðnaðar Bæjarstjórn Akureyrar skorar á fjármála-, dómsmála- og iðnaðarráðherra um að beita sér fyrir því að ákvörðun Ríkiskaupa, um að láta gera endurbætur á tveimur varðskipum í Póllandi í stað Slippstöðvarinnar á Akureyri, verði endurskoðuð. Með þessu verklagi sé vegið að rótum íslensks iðnaðar. 16.3.2005 00:01
500 nýjar íbúðir í miðbænum Gert er ráð fyrir 500 nýjum íbúðum og 15 þúsund fermetrum í atvinnuhúsnæði í tillögum að nýju skipulagi fyrir Mýrargötu- og slippasvæðið ofan við vesturhöfnina í Reykjavík. Í tillögunum er reiknað með þriggja til fimm hæða íbúðahúsabyggð, bílastæðahúsum og að Mýrargatan verði lögð í þriggja akreina neðanjarðarstokk. 16.3.2005 00:01
Bjargað af vélarvana báti Björgunarskip frá Rifi kom tveggja manna áhöfn á Portlandi SH til aðstoðar í nótt þar sem trillan var vélarvana á reki undan Öndverðarnesi á Snæfellsnesi í nótt. 16.3.2005 00:01
Siglingaleiðin enn illfær Enn er mikill hafís fyrir Norðurlandi og er siglingaleiðin fyrir Horn illfær. Flugvél Landhelgisgæslunnar fer í ískönnunarflug í dag og flýgur þá með öllu Norðurlandi og fer með ísröndinni. 16.3.2005 00:01
Beðið eftir krufningarskýrslum Málsgögn vegna manndrápsmálanna í Keflavík og Mosfellsbæ frá síðasta ári hafa ekki enn verið send ríkissaksóknara. Beðið er eftir krufningarskýrslu í báðum málunum en búist er við að málsgögn verði send ríkissaksóknara í næsta mánuði. 16.3.2005 00:01
Ástþór ákærður fyrir eignaspjöll Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi með meiru, hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll. Honum er gefið að sök að hafa í september síðastliðnum tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist. 16.3.2005 00:01
Hlýnandi veður og blautt færi Hlýnandi veðri er spáð um allt land eitthvað fram í næstu viku. Um helgina verður milt veður og hægur vindur. Því eru líkur á ágætis veðri en blautu færi fyrir skíðamenn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. 16.3.2005 00:01
Veðhæfni nýlegra bíla lækkar óvænt Veðhæfni á nýlegum bílum hefur óvænt lækkað ef þeir eru sömu gerðar og nýir bílar, sem bílaumboðið Ingvar Helgason lækkaði nýverið í verði til samræmis við gengisþróun. 16.3.2005 00:01
Málið rætt í allsherjarnefnd? Allsherjarnefnd fundar á morgun en ekki liggur fyrir hvort að mál Bobby Fischers verður þar rætt. Eins og greint var frá í morgun myndu Japanar veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins. 16.3.2005 00:01
Dæmdur í 14 mánaða fangelsi Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að hafa stolið tæplega 30 bifreiðum, skemmt sumar þeirra og stolið úr þeim. Maðurinn hefur hlotið dóma áður og rauf skilorð með þessu. 16.3.2005 00:01
Ríkisborgararéttur fyrir Fischer? Ríkisborgararéttur til handa Bobby Fischer er á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið. Fjórir stuðningsmenn Fischers eru boðaðir á fund nefndarinnar. Fulltrúi í nefndinni kveðst ekki geta túlkað þetta öðruvísi en svo að samstaða sé um að veita Fishcer ríkisborgararétt. 16.3.2005 00:01
Íslendingar nota mest af raforku Aukning raforkunotkunar Íslendinga á síðasta ári er sú mesta í tæpa tvo áratugi. Raforkunotkun á íbúa er sú mesta í heiminum hér á landi og á síðasta ári notaði hver Íslendingur að meðaltali 29.500 kílóvattstundir af raforku. 16.3.2005 00:01
Hjálmar fékk engar upplýsingar "Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur hjá Hjálmari eða óheppilegt orðalag," sagði Pétur Gunnarsson fulltrúi Framsóknarflokksins í útvarpsráði, spurður um ummæli Hjálmars Árnasonar alþingismanns í Íslandi í dag á Stöð 2 í mánudagskvöld. Þar sagði Hjálmar að Pétur hafi byggt sína ákvörðun um ráðningu fréttastjóra Útvarps á tilteknum persónuupplýsingum. 16.3.2005 00:01
Ný áfengismeðferð á Teigi Áfengissjúklingar sem leita aðstoðar á Teigi, meðferðardeild Landspítala háskólasjúkrahúss, geta nú valið úr meðferðarúræðum sem þar standa til boða, að sögn Bjarna Össurarsonar yfirlæknis. 16.3.2005 00:01
Mótmæli við Alþingishúsið Klukkan hálf sex hefjast mótmæli fyrir framan Alþingishúsið þar sem handtöku ítalska arkitektanemans Luigi Sposito verður mótmælt. Sposito var handtekinn þann 4. mars síðastliðinn eftir að hafa tekið myndir af Alþingishúsinu. 16.3.2005 00:01
Fimmtungur í útsvar Tuttugu prósent af kostnaði við viðgerðir skipa hérlendis skila sér aftur til opinberra aðila. Afleidd velta tengdra greina er áætluð um 40 prósent. Þetta kemur fram í sameiginlegri skýslu fullrúa iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Samtaka Iðnaðarins sem birt var í síðasta mánuði. 16.3.2005 00:01
Sex milljónir að sigla út Áætlað er að það muni samtals kosta 5,8 milljónir að sigla með Tý og Ægi til Póllands til viðgerða, að sögn Guðmundar I. Guðmunssonar yfirlögfræðings ríkiskaupa. Segir hann að útreikningurinn komi frá Landhelgisgæslunni og sé byggð á reynslu hennar við siglingar úr landi. 16.3.2005 00:01
Stúlkan útskrifuð af spítalanum Stúlkan sem féll af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishúss í Reykjavík í janúar hefur verið útskrifuð af Barnaspítala Hringsins. Litla stúlkan er fimm ára og er líðan hennar ágæt að sögn lækna. Stúlkan klifraði yfir svalahandrið og féll til jarðar. 16.3.2005 00:01
Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. 16.3.2005 00:01
Skreytir sig með vafasömum fjöðrum Olís er vinsælasta fyrirtækið í smásölu samkvæmt svokallaðri Ánægjuvog Gallups og fagnar mjög. FÍB telur hins vegar að fyrirtækið skreyti sig með vafasömum fjöðrum, enda hafi könnuninni lokið um mánuði áður en samráðsskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út. 16.3.2005 00:01
Þrautaganga Fischers Allsherjarnefnd Alþingis hefur samþykkt að veita ríkisborgararétt til handa Fischer. Hér koma helstu punktar í baráttu Fischers fyrir frelsi. 16.3.2005 00:01
Funda um ríkisborgararétt Fischers Ríkisborgararéttur skákmeistarans Bobbys Fischer verður tekinn fyrir á fundi allsherjarnefndar Alþingis nú fyrir hádegi og vonast stuðningsmenn hans til þess að Fischer fái nú loksins íslenskan ríkisborgararétt með hraði. 16.3.2005 00:01
Ísland toppar í tækninni Ísland stekkur úr tíunda sæti í annað á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir 104 þjóðir heims sem nýta nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni vel. 16.3.2005 00:01
Samningur undir væntingum Félagsmálaráðherra kynnir niðurstöðu tekjustofnanefndar ríkis og sveitarfélaga fyrir Alþingi í dag. 16.3.2005 00:01
Brugðist við erlendum kvörtunum Dómsmálaráðherra skoðar að afnema einkaleyfi Happdrætti háskóla Íslands til peningaverðlauna. Hann hefur kynnt ríkisstjórninni hugmyndir sínar um heildarendurskoðun á reglum um happdrætti og hlutaveltur. 16.3.2005 00:01
Sérsamningar skólanna slá í gegn Reykjavíkurborg ætlar að gera sérsamning við kennara í Norðlingaholti. Garðabær hefur þegar lagt drög að sérsamningi fyrir samstarfsnefnd KÍ og launanefndarinnar. Fimm grunnskólar í Reykjavík hafa sýnt sérsamningum áhuga. </font /></b /> 16.3.2005 00:01
Siglingaleiðin fyrir Horn lokuð Siglingaleiðin fyrir Horn er lokuð og allar víkur frá Gjögri að Hornbjargi fullar af ís. Landhelgisgæslan kannaði hafísinn í dag og eru ísspangir víða fyrir norðan land. 16.3.2005 00:01
Mótmæltu handtöku arkitektúrnemans Um fimmtán manns mættu við Alþingishúsið síðdegis með trefla fyrir vitum sér og ljósmynduðu húsið og teiknuðu í gríð og erg. Þarna var um að ræða mótmæli vegna handtöku ítalska ferðamannsins sem lögregla hneppti í varðhald vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. 16.3.2005 00:01
Raforkunotkun mest á Íslandi Raforkunotkun Íslendinga er sú mesta í heiminum og notaði hver íbúi að meðaltal 29.500 kílóvattsstundir af raforku á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Orkuspánefnd. Þá var aukning á almennri forgangsnotkun sú mesta í 20 ár eða frá 1987. 16.3.2005 00:01
Slippasvæði tilbúið 2010 Uppbygging Mýrargötu og slippasvæðis gæti verið lokið árið 2010 ef tillögur að rammaskipulagi verður að veruleika. Tillögurnar voru kynntar í gær á vel sóttum kynningarfundi í gamla Búrhúsinu við Grandagarð. 16.3.2005 00:01