Innlent

Leitar réttar síns

"Ég þarf nauðsynlega á vitnum að halda sem sáu atvikið og eru reiðubúin að koma fram þó að langt sé um liðið," segir Kjartan Lilliendahl byggingatæknifræðingur. Hann slasaðist illa í árekstri við ungan mann í Skautahöllinni í Laugardal í mars árið 2000 með þeim afleiðingum að hann hrygg- og rifbeinsbrotnaði. Kjartan leitar nú réttar síns og leitar þeirra sem sáu ungan dreng skauta mót stefnu og lenda í samstuði við sig þegar atvikið átti sér stað. Féll hann við og gat sökum verkja ekki tjáð sig og var síðar fluttur brott með sjúkrabíl. Kjartan ber enn merki slyssins í dag og þurfti að fara í flókna aðgerð tveimur árum eftir slysið þar sem sprengt var neðst á hrygg hans þar sem hryggjarliðir voru skrúfaðir saman. Óskar hann eftir að þeir sem sáu slysið og muna atburðarásina gefi sig fram við hann sem allra fyrst í síma 693 7301.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×