Innlent

Kristín kjörin rektor HÍ

"Mér er efst í huga þakklæti fyrir þennan mikla stuðning sem ég hef fengið og þakklæti til þess fólks sem hefur unnið með mér í aðdraganda kosninganna," sagði Kristín Ingólfsdóttir prófessor, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Í úrslitaumferð rektorskosninganna hlaut hún samkvæmt bráðabirgðaúrslitum 53,2% greiddra atkvæða, að teknu tilliti til mismunandi vægis þeirra, en Ágúst Einarsson 46,8%. Meðframbjóðendum sínum vildi Kristín þakka sérstaklega. Þeir hefðu allir lagt mjög mikið af mörkum til umræðu um framtíð Háskóla Íslands og kosningabaráttan farið fram af heilindum og drengskap. "Það er mikið verk framundan," sagði Kristín spurð um hvað biði hennar í hinu nýja starfi, en hún er fyrsta konan í tæplega aldarlangri sögu Háskólans sem gegnir stöðu rektors. "Skólinn er geysilega sterkur og mjög merkilegt starf þar unnið," sagði hún. "Það þarf að vinna áfram að því að tryggja fjárhagsgrundvöll skólans til framtíðar og styrkja hann enn frekar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×