Innlent

500 nýjar íbúðir í miðbænum

Gert er ráð fyrir 500 nýjum íbúðum og 15 þúsund fermetrum í atvinnuhúsnæði í tillögum að nýju skipulagi fyrir Mýrargötu- og slippasvæðið ofan við vesturhöfnina í Reykjavík. Í tillögunum, sem unnar eru fyrir Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir, er reiknað með þriggja til fimm hæða íbúðahúsabyggð, bílastæðahúsum og að Mýrargatan verði lögð í þriggja akreina neðanjarðarstokk. Áætlaður kostnaður við að gera svæðið byggingarhæft miðað við tillögurnar er tæpir tveir milljarðar króna, þar af kosti röskar 250 milljónir króna að hreinsa mengaðan jarðveg í slippunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×