Innlent

Vegið að rótum íslensks iðnaðar

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á fjármála-, dómsmála- og iðnaðarráðherra um að beita sér fyrir því að ákvörðun Ríkiskaupa, um að láta gera endurbætur á tveimur varðskipum í Póllandi í stað Slippstöðvarinnar á Akureyri, verði endurskoðuð. Með þessu verklagi sé vegið að rótum íslensks iðnaðar sem hljóti að vekja furðu, ekki síst í ljósi þess að íslenskum stjórnvöldum sé full ljóst að skipasmíðar hér á landi keppi við ríkisstyrktan skipasmíðaiðnað í utlöndum. Ályktun þessa efnis var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi á Akureyri síðdegis í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×