Innlent

Bjargað af vélarvana báti

Björgunarskip frá Rifi kom tveggja manna áhöfn á Portlandi SH til aðstoðar í nótt þar sem trillan var vélarvana á reki undan Öndverðarnesi á Snæfellsnesi í nótt. Þegar vélin drap á sér kölluðu skipverjar eftir aðstoð nálægra skipa og reyndist nærtækast að senda björgunarskipið á vettvang sem kom með Portland í togi til hafnar á Rifi á fimmta tímanum í nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×