Innlent

Lyfjanotkun drengja fjórfalt meiri

Á annað þúsund barna á aldrinum eins til fjórtán ára er á lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni. Notkun drengja er fjórfalt meiri en stúlkna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að geðlyf sem aðallega er gefið börnum er meðal söluhæstu lyfja síðasta árs. Þetta er lyf við athyglisbresti með ofvirkni. Þá hefur komið fram að notkun Íslendinga á slíkum lyfjum hefur aukist um 500% á fimm árum. En hversu mörg börn nota þessi lyf? Samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun um fjögur lyf við athyglisbresti með ofvirkni voru í fyrra seldir 1140 skilgreindir dagskammtar á dag fyrir börn 14 ára og yngri. Út frá þessu má áætla að tíu börn yngri en fimm ára hafi verið á lyfinu í fyrra, 450 börn á aldrinum 5-9 ára, og 680 börn á aldrinum 10-14 ára. Þetta samsvarar um tveimur prósentum af öllum börnum á þessum aldri. Í aldurshópnum 5-14 ára er notkun á lyfinu langalgengust en verulega dregur úr notkuninni eftir 14 ára aldur. Notkun meðal drengja er fjórföld á við notkun meðal stúlkna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×