Innlent

Prófkvíðanámskeið í skólum

Að hugsa jákvætt, slaka á og brosa er meðal þess sem kennt er á sérstökum prófkvíðanámskeiðum í grunn- og framhaldsskólum. Fjöldi nemenda hefur sótt námskeiðin, enda hefur komið í ljós að vanlíðan og streita hrjáir marga fyrir prófin. Í Rimaskóla var ákveðið að bjóða upp á prófkvíðanámskeið eftir að fjöldi nemenda í 10. bekk óskaði eftir aðstoð vegna kvíða fyrir samræmdu prófin í vor. Þar er farið í námstækni, slökun og prófkvíðann sjálfann.  „Við skoðum hvaða niðurrifahugsanir þetta eru sem eru að trufla krakkanna í prófinu og reynum að finna jákvætt svar við þessum hugsunum,“ segir Inga Jóna Þórsdóttir, námsráðgjafi í Rimaskóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×