Innlent

Stúlkan útskrifuð af spítalanum

Stúlkan sem féll af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishúss í Reykjavík í janúar hefur verið útskrifuð af Barnaspítala Hringsins. Litla stúlkan er fimm ára og er líðan hennar ágæt að sögn lækna. Stúlkan klifraði yfir svalahandrið og féll til jarðar. Fyrstu viðbrögð, flutningur á spítala og aðgerðir þar björguðu lífi stúlkunnar en hún slasaðist mjög alvarlega. Verulegur fjöldi lækna, hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks hefur komið að meðferð stúlkunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×