Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir 16. mars 2005 00:01 Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. Vinna fjölmiðlanefndarinnar er á viðkvæmu stigi og lokaniðurstaða liggur ekki fyrir. Nefndarmenn eru að kanna sitt bakland í flokkunum þessa dagana. Enn er deilt um eignarhald á fjölmiðlum, sjálfstæði ritstjórna og stöðu Ríkisútvarpsins á markaði. Útlit er þó fyrir að sögulegar sættir geti náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að ræða stærri eignarhlut, sem fyrirtæki og einstaklingar megi eiga í fjölmiðlafyrirtækjum, en var uppi á teningnum í síðustu útgáfu fjölmiðlafrumvarpsins. Ekki er lengur inni í myndinni að eigendur prentmiðla megi ekki eiga í ljósvakamiðlum, og öfugt, enda þykja tækniframfarir gera það ógerlegt. Þá er sérstakur kafli í skýrslu nefndarinnar um Ríkisútvarpið þótt nefndinni hafi ekki verið falið að gera beinar tillögur um það.. Þá hefur nefndin skoðað sérstaklega stafrænt sjónvarp og gagnvirkt og aðrar tækniframfarir sem hafa orðið í fjölmiðlum. Þar er bylting handan við hornið. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja flestir nefndarmenn að það geti verið óhagkvæmt fyrir neytendur að fyrirtæki séu að reka mörg dreifikerfi. Það sé þó ekkert val í þeim efnum þar sem sú þróun sé þegar hafin. Tryggja þurfi hins vegar jafnan aðgang að dreifikerfum með sem minnstum tilkostnaði. Menntamálaráðherra frestaði, að beiðni nefndarmanna sem sitja á þingi, umræðu um Ríkisútvarpið sem vera átti á morgun, þar til fjölmiðlanefndin hefur lokið störfum. Forseti Alþingis hafði áður hafnað þesssari beiðni en nefndarmenn sem sitja á þingi vildu komast hjá því að ræða efnisatriði frumvarpsins meðan tillögur nefndarinnar lægju ekki fyrir. Vonast er til að skýrslan í heild geti legið fyrir eftir páska. Ekki verður tekin sértstök afstaða til eignarhalds símafyrirtækjanna í fjölmiðlum þar sem Samkeppnisstofnun hefur enn ekki kveðið upp úrskurð um þau mál. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Sjá meira
Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. Vinna fjölmiðlanefndarinnar er á viðkvæmu stigi og lokaniðurstaða liggur ekki fyrir. Nefndarmenn eru að kanna sitt bakland í flokkunum þessa dagana. Enn er deilt um eignarhald á fjölmiðlum, sjálfstæði ritstjórna og stöðu Ríkisútvarpsins á markaði. Útlit er þó fyrir að sögulegar sættir geti náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að ræða stærri eignarhlut, sem fyrirtæki og einstaklingar megi eiga í fjölmiðlafyrirtækjum, en var uppi á teningnum í síðustu útgáfu fjölmiðlafrumvarpsins. Ekki er lengur inni í myndinni að eigendur prentmiðla megi ekki eiga í ljósvakamiðlum, og öfugt, enda þykja tækniframfarir gera það ógerlegt. Þá er sérstakur kafli í skýrslu nefndarinnar um Ríkisútvarpið þótt nefndinni hafi ekki verið falið að gera beinar tillögur um það.. Þá hefur nefndin skoðað sérstaklega stafrænt sjónvarp og gagnvirkt og aðrar tækniframfarir sem hafa orðið í fjölmiðlum. Þar er bylting handan við hornið. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja flestir nefndarmenn að það geti verið óhagkvæmt fyrir neytendur að fyrirtæki séu að reka mörg dreifikerfi. Það sé þó ekkert val í þeim efnum þar sem sú þróun sé þegar hafin. Tryggja þurfi hins vegar jafnan aðgang að dreifikerfum með sem minnstum tilkostnaði. Menntamálaráðherra frestaði, að beiðni nefndarmanna sem sitja á þingi, umræðu um Ríkisútvarpið sem vera átti á morgun, þar til fjölmiðlanefndin hefur lokið störfum. Forseti Alþingis hafði áður hafnað þesssari beiðni en nefndarmenn sem sitja á þingi vildu komast hjá því að ræða efnisatriði frumvarpsins meðan tillögur nefndarinnar lægju ekki fyrir. Vonast er til að skýrslan í heild geti legið fyrir eftir páska. Ekki verður tekin sértstök afstaða til eignarhalds símafyrirtækjanna í fjölmiðlum þar sem Samkeppnisstofnun hefur enn ekki kveðið upp úrskurð um þau mál.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Sjá meira