Innlent

Brugðist við erlendum kvörtunum

Dómsmálaráðherra skoðar að afnema einkaleyfi Happdrætti háskóla Íslands til peningaverðlauna. Hann hefur kynnt ríkisstjórninni hugmyndir sínar um heildarendurskoðun á reglum um happdrætti og hlutaveltur. Endurskoðun reglnanna kemur í kjölfar kvörtunar eftirlitsstofnununar ESA sem telur einkaleyfi Happdrætti háskólans brjóta í bága við reglur evrópska efnahagssvæðisins því þær einskorðist við íslensk fyrirtæki. Happdrætti háskólans hefur greitt um eitt hundrað milljónir síðustu ár fyrir einkaleyfið sem það hefur haft í 79 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×