Deilt um takmörkun eignarhalds 17. mars 2005 00:01 Fjölmiðlanefndin sem menntamálaráðherra skipaði síðasta haust hefur ekki enn komist að niðurstöðu um hversu strangar takmarkanir eigi að setja við eignarhald markaðsráðandi fyrirtækja á fjölmiðlum. Almenn sátt er hins vegar um að einhverjar takmarkanir verði að vera. Enn hefur ekki verið tekist á um niðurstöðurnar, en nefndarmenn hafa kynnt hugmyndir sínar í nefndinni. Þær eru allt frá því að vera hinar sömu og gert var ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpinu sem samþykkt var á Alþingi síðasta sumar, þar sem sett var bann við því að markaðsráðandi fyrirtæki ætti meira en 15 prósenta hlut í ljósvakamiðli, yfir í að hafa engar takmarkanir. Þá hefur verið rætt um að setja mörkin við 30 prósenta eignarhlut markaðsráðandi fyrirtækja. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og stefnt var að í sumar. Meðal þess sem fjölmiðlanefndin mun leggja til í skýrslunni er að þeim fjölmiðlafyrirtækjum sem þegar búa yfir dreifikerfi verði skylt að veita nýjum fyrirtækjum á fjölmiðlamarkaði aðgang. Það muni tryggja nauðsynlega nýliðun á markaðinum. Þá hefur verið rætt um að setja eigi á fót stofnun sem hafa á eftirlit með því að skilyrðum sem sett eru í útvarpsleyfum sé fylgt eftir. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýta megi stofnun sem þegar sé starfandi, líkt og Póst- og fjarskiptastofnun eða útvarpsréttarnefnd. Þá verður lagt mikið upp úr því að lög verði sett þar sem gagnsæi eignarhalds verði tryggt. Auk þess mun nefndin leggja það til að tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum. Nefndin telur að með því að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins megi tryggja það að ákveðin samkeppni sé á fjölmiðlamarkaði sem leiði til nauðsynlegrar fjölbreytni. Því telur nefndin að Ríkisútvarpið verði að hafa skýra og skarpa hlutdeild á markaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja nefndarmenn mikið upp úr því að sátt náist um niðurstöðurnar. Horft verði til framtíðar í stað þess að miða niðurstöðurnar við það fjölmiðlaumhverfi sem nú er til staðar. Formaður nefndarinnar er Karl Axelsson. Með honum sitja Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur, Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Pétur Gunnarsson fyrir Framsóknarflokkinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir Samfylkinguna, Kolbrún Halldórsdóttir fyrir Vinstri græna og Magnús Þór Hafsteinsson fyrir Frjálslynda. Fréttir Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Fjölmiðlanefndin sem menntamálaráðherra skipaði síðasta haust hefur ekki enn komist að niðurstöðu um hversu strangar takmarkanir eigi að setja við eignarhald markaðsráðandi fyrirtækja á fjölmiðlum. Almenn sátt er hins vegar um að einhverjar takmarkanir verði að vera. Enn hefur ekki verið tekist á um niðurstöðurnar, en nefndarmenn hafa kynnt hugmyndir sínar í nefndinni. Þær eru allt frá því að vera hinar sömu og gert var ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpinu sem samþykkt var á Alþingi síðasta sumar, þar sem sett var bann við því að markaðsráðandi fyrirtæki ætti meira en 15 prósenta hlut í ljósvakamiðli, yfir í að hafa engar takmarkanir. Þá hefur verið rætt um að setja mörkin við 30 prósenta eignarhlut markaðsráðandi fyrirtækja. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og stefnt var að í sumar. Meðal þess sem fjölmiðlanefndin mun leggja til í skýrslunni er að þeim fjölmiðlafyrirtækjum sem þegar búa yfir dreifikerfi verði skylt að veita nýjum fyrirtækjum á fjölmiðlamarkaði aðgang. Það muni tryggja nauðsynlega nýliðun á markaðinum. Þá hefur verið rætt um að setja eigi á fót stofnun sem hafa á eftirlit með því að skilyrðum sem sett eru í útvarpsleyfum sé fylgt eftir. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýta megi stofnun sem þegar sé starfandi, líkt og Póst- og fjarskiptastofnun eða útvarpsréttarnefnd. Þá verður lagt mikið upp úr því að lög verði sett þar sem gagnsæi eignarhalds verði tryggt. Auk þess mun nefndin leggja það til að tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum. Nefndin telur að með því að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins megi tryggja það að ákveðin samkeppni sé á fjölmiðlamarkaði sem leiði til nauðsynlegrar fjölbreytni. Því telur nefndin að Ríkisútvarpið verði að hafa skýra og skarpa hlutdeild á markaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja nefndarmenn mikið upp úr því að sátt náist um niðurstöðurnar. Horft verði til framtíðar í stað þess að miða niðurstöðurnar við það fjölmiðlaumhverfi sem nú er til staðar. Formaður nefndarinnar er Karl Axelsson. Með honum sitja Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur, Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Pétur Gunnarsson fyrir Framsóknarflokkinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir Samfylkinguna, Kolbrún Halldórsdóttir fyrir Vinstri græna og Magnús Þór Hafsteinsson fyrir Frjálslynda.
Fréttir Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira