Innlent

Sex milljónir að sigla út

Áætlað er að það muni samtals kosta 5,8 milljónir að sigla með Tý og Ægi til Póllands til viðgerða, að sögn Guðmundar I. Guðmunssonar yfirlögfræðings ríkiskaupa. Segir hann að útreikningurinn komi frá Landhelgisgæslunni og sé byggð á reynslu hennar við siglingar úr landi. Innifalið í kostnaðinum er sigling skipanna báðar leiðir, með eldsneytiskostnaði, flug með áhafnir heim og út aftur auk dagpeninga. Hvað varðar kostnað við eftirlit segir Guðmundur að sami kostnaður sé við eftirlit á Akureyri og í Póllandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×