Innlent

Fær frelsi með íslensku ríkisfangi

Japanar myndu veita Bobby Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang. Þetta sagði Masaharu Miura, yfirmaður útlendingaeftirlitsins í Japan, í morgun. Ummælin ganga þvert á það sem Miura sagði við þingnefnd í gær - að Japanar gætu aðeins veitt Fischer leyfi til þess að fara til Bandaríkjanna; mál hans væri ekki þess eðlis að hægt væri að veita honum undanþágu frá japönskum lögum sem mæla fyrir um að menn sem brjóti innflytjendalög landsins skuli sendir til síns heimalands. Nú virðist boltinn því aftur kominn í hendur hérlendra stjórnvalda sem hingað til hafa ekki ljáð máls á því að veita Fischer íslenskt ríkisfang.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×