Hundruð flytja á laugaveginn 25. janúar 2005 00:01 Byggingarfyrirtækið Stafna á milli hefur keypt allar húseignir frá og með Laugavegi 41, niður Frakkastíg og til og með Hverfisgötu 58. Fyrirtækið ÁF-hús hefur fest kaup á eignunum að Laugavegi 33a og 35 auk Vatnsstígs 4. Bæði fyrirtækin hyggjast byggja að nýju á lóðunum eftir deiliskipulagi. Verslanir og fjöldi íbúða verða í húsunum. Engilbert Runólfsson, eigandi Stafna á milli, segir hönnun svæðisins ekki lokið en eins og greint hefur verið frá á að reisa fimmtán þúsund fermetra hús á reitnum. Sex þúsund fermetra bílageymsla verður undir byggingunni. Ágúst Friðgeirsson, eigandi ÁF-húsa ehf., segir hönnun nýju húsanna á byrjunarstigi. Stefnt sé að því að rífa þau sem fyrir séu og byggja ný fjögurra hæða. Ágúst segir það í skoðun að kaupa fleiri hús á svæðinu en enn sé óljóst hvað verði. "Þessi hús eru í það minnsta komin komin í hendi og duga mér í bili." Sigurður G. Steinþórsson, gullsmíðameistari og annar eigandi Gulls og silfurs, seldi ÁF-húsum Laugaveg 35. Fyrirtæki hans flytur ofar á Laugaveginn. "Ég er búinn að vera hér í 34 ár og það er dálítið átak að selja staðinn sem maður er nánast búinn að búa á," segir Sigurður. Það hafi hann gert til að stuðla að uppbyggingunni: "Það er fullt af fyrirtækjum sem vilja koma hingað á Laugaveginn en þau vilja ekki vera í þessum gömlu húsum. Með nýjum húsum fáum við öll bestu fyrirtækin á svæðið." Sigurður segir ásókn í húseignir þegar hafa aukist og fólk hafi öðlast endurnýjaða trú á hinn eina sanna Laugaveg sem miðpunkt borgarinnar. Þar muni þúsundir búa og hundruð flytjast í nýju íbúðirnar. "Nú verður fólk í miðbænum. Hér verður ekki bara draugaborg eftir miðnætti heldur líf og fjör með veitingastöðum, verslunum og fólki," segir Sigurður. "Þetta er frábær þróun." Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Byggingarfyrirtækið Stafna á milli hefur keypt allar húseignir frá og með Laugavegi 41, niður Frakkastíg og til og með Hverfisgötu 58. Fyrirtækið ÁF-hús hefur fest kaup á eignunum að Laugavegi 33a og 35 auk Vatnsstígs 4. Bæði fyrirtækin hyggjast byggja að nýju á lóðunum eftir deiliskipulagi. Verslanir og fjöldi íbúða verða í húsunum. Engilbert Runólfsson, eigandi Stafna á milli, segir hönnun svæðisins ekki lokið en eins og greint hefur verið frá á að reisa fimmtán þúsund fermetra hús á reitnum. Sex þúsund fermetra bílageymsla verður undir byggingunni. Ágúst Friðgeirsson, eigandi ÁF-húsa ehf., segir hönnun nýju húsanna á byrjunarstigi. Stefnt sé að því að rífa þau sem fyrir séu og byggja ný fjögurra hæða. Ágúst segir það í skoðun að kaupa fleiri hús á svæðinu en enn sé óljóst hvað verði. "Þessi hús eru í það minnsta komin komin í hendi og duga mér í bili." Sigurður G. Steinþórsson, gullsmíðameistari og annar eigandi Gulls og silfurs, seldi ÁF-húsum Laugaveg 35. Fyrirtæki hans flytur ofar á Laugaveginn. "Ég er búinn að vera hér í 34 ár og það er dálítið átak að selja staðinn sem maður er nánast búinn að búa á," segir Sigurður. Það hafi hann gert til að stuðla að uppbyggingunni: "Það er fullt af fyrirtækjum sem vilja koma hingað á Laugaveginn en þau vilja ekki vera í þessum gömlu húsum. Með nýjum húsum fáum við öll bestu fyrirtækin á svæðið." Sigurður segir ásókn í húseignir þegar hafa aukist og fólk hafi öðlast endurnýjaða trú á hinn eina sanna Laugaveg sem miðpunkt borgarinnar. Þar muni þúsundir búa og hundruð flytjast í nýju íbúðirnar. "Nú verður fólk í miðbænum. Hér verður ekki bara draugaborg eftir miðnætti heldur líf og fjör með veitingastöðum, verslunum og fólki," segir Sigurður. "Þetta er frábær þróun."
Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira